Læknamistök Davíð Þór Þorvaldsson skrifar 28. janúar 2021 10:30 Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar