Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 10:28 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur að það séu ótvíræðir almannahagsmunir af auknu gegnsæi í viðskiptum orkufyrirtækjanna við stóriðju. Samsett Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. Samkomulag hefur náðst á milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Norðuráls um að aflétta trúnaði um rafmagnssölusamning fyrirtækjanna frá árinu 2008. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða einn raforkusamning af nokkrum sem OR hefur gert við Norðurál og gæti verð verið breytilegt milli samninga. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir umræddan samning vera barn síns tíma og verðið sem Norðurál greiði sé of lágt til að standa „undir þeirri eðlilegu arðsemiskröfu sem eigendur OR gera.“ „Það hefur reynst OR óhagstætt hvernig álverð hefur þróast. Einnig er flutningsgjald innifalið í samningsverðinu við Norðurál þannig að OR hefur borið alla áhættu af þróun flutningskostnaðar. Svona samningur yrði ekki gerður í dag,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningu frá OR. Norðurál óskaði eftir því að samningurinn yrði opinberaður OR fór þess á leit við Norðurál árið 2010 að trúnaði af rafmagnssölusamningum yrði aflétt. Samningurinn, sem er sagður vera sá fyrsti af þessum toga til að vera birtur opinberlega, var upphaflega gerður vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík en rafmagnið hefur verið notað í álveri Norðuráls á Grundartanga, segir í tilkynningu. „Það var svo í nóvember 2020 að samsvarandi ósk barst Orkuveitu Reykjavíkur frá Norðuráli. Á fundi stjórnar OR í sama mánuði var einhugur um að verða við beiðninni. Samið var um viðauka við upphaflega samninginn þar sem trúnaðarákvæði hans er fellt niður.“ Verðið tengt álverði á markaði „Rafmagnsvinnsla, sala rafmagns og nýting mynda eina helstu stoð atvinnulífs hér á landi. Það eru því ótvíræðir almannahagsmunir af auknu gegnsæi í þessum viðskiptum, ekki síst í ljósi þess að stærstu orkufyrirtækin eru í almannaeigu,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningu. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi fleirum í þá átt að opinber umræða um þessa stóru, gömlu samninga sé byggð á staðreyndum en ekki getgátum eða flökkusögum.“ Rafmagnsverðið í samningnum er tengt álverði á markaði og felur þannig í sér áhættuskiptingu á milli seljanda og kaupanda. Að sögn OR ber verðið þess merki að samningurinn var upphafssamningur til að fá fjárfestingu í nýju álveri hingað til lands. Í töflunni að neðan, sem er útbúin af OR, má sjá rafmagnsverðið í Bandaríkjadölum á megavattstund miðað við alþjóðlega spá frá því um það leyti að samningurinn var gerður og síðan álverðið eins og það er í dag. Taflan sýnir einnig það rafmagnsverð sem viðkomandi álverð skilar samkvæmt samningnum, flutningskostnað og loks sá hlutur sem skilar sér til OR. Forsendur um álverð USD/tonn Samningsverð USD/MWst Flutningskostnaður USD/MWst Hlutur OR USD/MWst Spá fyrir árið 2021: 2.800 35,89 6,35 29,54 Álverð nú: 2.025 25,24 6,35 18,89 Umræddur samningurinn er um sölu á 47,5 megavöttum rafmagns. Það eru um 18% af rafmagnssölu OR til Norðuráls og um 11% af rafmagnsvinnslu OR. Aðrir rafmagnssölusamningar OR við Norðurál eru sameiginlegir með HS Orku, sem ekki hefur samþykkt að aflétta trúnaði, að sögn OR. Landsvirkjun og iðnaðarráðherra vildu aflétta trúnaði um aðra samninga Mikil umræða spannst um raforkusamninga opinberra orkufyrirtækja við stóriðju í fyrra þegar ISAL, sem rekur álverið í Straumsvík, sakaði Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum og sóttist eftir því að semja um lækkun raforkuverðs. Eftir opinberar deilur óskaði Landsvirkjun eftir því að trúnaði um raforkusamning sinn við ISAL yrði aflétt. Þá sagði iðnaðarráðerra mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi yrði gerðir opinberir. Fréttin hefur verið uppfærð. Stóriðja Orkumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Norðuráls um að aflétta trúnaði um rafmagnssölusamning fyrirtækjanna frá árinu 2008. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða einn raforkusamning af nokkrum sem OR hefur gert við Norðurál og gæti verð verið breytilegt milli samninga. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir umræddan samning vera barn síns tíma og verðið sem Norðurál greiði sé of lágt til að standa „undir þeirri eðlilegu arðsemiskröfu sem eigendur OR gera.“ „Það hefur reynst OR óhagstætt hvernig álverð hefur þróast. Einnig er flutningsgjald innifalið í samningsverðinu við Norðurál þannig að OR hefur borið alla áhættu af þróun flutningskostnaðar. Svona samningur yrði ekki gerður í dag,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningu frá OR. Norðurál óskaði eftir því að samningurinn yrði opinberaður OR fór þess á leit við Norðurál árið 2010 að trúnaði af rafmagnssölusamningum yrði aflétt. Samningurinn, sem er sagður vera sá fyrsti af þessum toga til að vera birtur opinberlega, var upphaflega gerður vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík en rafmagnið hefur verið notað í álveri Norðuráls á Grundartanga, segir í tilkynningu. „Það var svo í nóvember 2020 að samsvarandi ósk barst Orkuveitu Reykjavíkur frá Norðuráli. Á fundi stjórnar OR í sama mánuði var einhugur um að verða við beiðninni. Samið var um viðauka við upphaflega samninginn þar sem trúnaðarákvæði hans er fellt niður.“ Verðið tengt álverði á markaði „Rafmagnsvinnsla, sala rafmagns og nýting mynda eina helstu stoð atvinnulífs hér á landi. Það eru því ótvíræðir almannahagsmunir af auknu gegnsæi í þessum viðskiptum, ekki síst í ljósi þess að stærstu orkufyrirtækin eru í almannaeigu,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningu. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi fleirum í þá átt að opinber umræða um þessa stóru, gömlu samninga sé byggð á staðreyndum en ekki getgátum eða flökkusögum.“ Rafmagnsverðið í samningnum er tengt álverði á markaði og felur þannig í sér áhættuskiptingu á milli seljanda og kaupanda. Að sögn OR ber verðið þess merki að samningurinn var upphafssamningur til að fá fjárfestingu í nýju álveri hingað til lands. Í töflunni að neðan, sem er útbúin af OR, má sjá rafmagnsverðið í Bandaríkjadölum á megavattstund miðað við alþjóðlega spá frá því um það leyti að samningurinn var gerður og síðan álverðið eins og það er í dag. Taflan sýnir einnig það rafmagnsverð sem viðkomandi álverð skilar samkvæmt samningnum, flutningskostnað og loks sá hlutur sem skilar sér til OR. Forsendur um álverð USD/tonn Samningsverð USD/MWst Flutningskostnaður USD/MWst Hlutur OR USD/MWst Spá fyrir árið 2021: 2.800 35,89 6,35 29,54 Álverð nú: 2.025 25,24 6,35 18,89 Umræddur samningurinn er um sölu á 47,5 megavöttum rafmagns. Það eru um 18% af rafmagnssölu OR til Norðuráls og um 11% af rafmagnsvinnslu OR. Aðrir rafmagnssölusamningar OR við Norðurál eru sameiginlegir með HS Orku, sem ekki hefur samþykkt að aflétta trúnaði, að sögn OR. Landsvirkjun og iðnaðarráðherra vildu aflétta trúnaði um aðra samninga Mikil umræða spannst um raforkusamninga opinberra orkufyrirtækja við stóriðju í fyrra þegar ISAL, sem rekur álverið í Straumsvík, sakaði Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum og sóttist eftir því að semja um lækkun raforkuverðs. Eftir opinberar deilur óskaði Landsvirkjun eftir því að trúnaði um raforkusamning sinn við ISAL yrði aflétt. Þá sagði iðnaðarráðerra mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi yrði gerðir opinberir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stóriðja Orkumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52
Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50
Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. 21. október 2020 18:26