„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira