Skoðun

Góðir hlutir gerast hægt en gerast þó

Dóra Lind Pálmarsdóttir skrifar

Þegar ég var 21 árs langaði mig til þess að verða smiður og fara í iðnnám í smíði. Ég var búin með stúdentspróf og hafði unnið við smíðar á sumrin. Á þeim tíma fannst mér kona ekki geta orðið smiður ef hún ætlaði sér að eignast fjölskyldu.

Mér fannst það starf og að sjá um fjölskyldu og börn ekki eiga saman. Þetta var árið 2006. Leið mín lá síðan í byggingatæknifræði og hef ég ekki séð eftir því og hef ég unnið sem tæknifræðingur í byggingargeiranum síðan, hjá verktaka, á verkfræðistofu og vinn ég núna hjá frábæra fyrirtækinu Veitum. 

Ég er svo glöð að sjá viðhorfsbreytinguna á þessum 15 árum og að sjá ungar konur sækja sér alls kyns iðnmenntun. Því við konur getum þetta alveg og mér finnst magnað að fyrir 15 árum þá fannst mér þetta ekki möguleiki en í dag þá þykir það ekki mikið tiltökumál að sjá konur í iðnstörfum. Góðir hlutir gerast hægt en gerast þó. 

Ég vil hvetja ungt fólk í dag til þess að skoða iðnnám, bæði stúlkur og drengi. Þetta er mikilvægt nám sem býður upp á mikla möguleika í framtíðinni.

Höfundur er teymisstjóri svæðisfulltrúa hjá Veitum.




Skoðun

Sjá meira


×