Mohamed Salah skoraði tvö af mörkm Liverpool er liðið vann 3-1 sigur á West Ham í Lundúnum í dag. Sigurinn skaut Liverpool upp í þriðja sæti deildarinnar.
Divock Origi fékk tækifærið í fremstu víglínu Liverpool og Nat Phillips og Jordan Henderson voru í miðri vörninni. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur.
Bæði lið fengu hálf færi en lítið var um opin marktækifæri. Lukasz Fabianski þurfti í fyrsta sinn að taka á honum stóra sínum í uppbótartíma fyrri hálfleiks er hann sá við Mo Salah en markalaust var í hálfleik.
Það var eitthvað farið yfir leik Liverpool í hálfleik því það var mun meiri kraftur í þeim í upphafi síðari hálfleiks. Divock Origi átti meðal annars þrumuskot eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki.
Eftir tólf mínútur í síðari hálfleik skoraði Mo Salah fyrsta markið. Eftir flotta innkomu Curtis Jones fékk Salah boltann í teignum og kláraði færið eins og honum ein er lagið. Frábært skot framhjá mörgum varnarmönnum West Ham.
21 - Mo Salah is the first player to score 20+ goals in all competitions in four consecutive seasons for Liverpool since Ian Rush did so six times running from 1981-82 to 1986-87. King. pic.twitter.com/JfqMJSluVc
— OptaJoe (@OptaJoe) January 31, 2021
Egyptian var aftur á ferðinni á 68. mínútu. Eftir frábæra skyndisókn gaf Xherdan Shaqiri glæsilega sendingu á Salah sem kom boltanum fram hjá Fabinski.
Sex mínútum fyrir leikslok skoraði Gini Wijnaldum þriðja markið eftir frábæran undirbúning Alex Oxlade Chamberlain og Roberto Firmino. Craig Dawson klóraði í bakkann eftir hornspyrnu á 87. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1.
Liverpool er þar með komið í þriðja sætið með 40 stig. Þeir eru stigi á eftir United sem er í öðru sætinu og fjórum stigum á eftir toppliði City.
West Ham er í fimmta sætinu með 35 stig.
FT! West Ham 1-3 Liverpool.
— BBC Sport (@BBCSport) January 31, 2021
And with that, Liverpool are now four points behind Manchester City, who they travel to on Sunday.#bbcfootball #WHULIV