Vill að Barcelona reki þann sem lak upplýsingum um samning Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 13:30 Ronald Koeman stendur þétt við bakið á Lionel Messi. getty/David Ramos Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, vill að félagið reki þann eða þá sem láku upplýsingum um samning Lionels Messi til fjölmiðla. Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52
Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30