„Verðum að læra af liðum sem hafa unnið og KR er eitt af þessum liðum“ Atli Arason skrifar 1. febrúar 2021 21:01 Milka var öflugur, sem fyrr, í kvöld. vísir/vilhelm Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
„Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51