Uppfært: Búið er að opna fyrir umferð og slökkvistarfi er lokið.
Upprunaleg frétt: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynningin skömmu fyrir klukkan átta. Mikill raki sé í jörðu sem leiði til þess að talsverður reykur berst frá svæðinu. Mikil vinna sé framundan.
Varðstjóri hjá slökkviliði hefur ekki fengið tilkynningu um hvort einhver hús séu í hættu, en um talsvert stórt svæði er að ræða. Þetta sé aðallega sina og erfitt að komast fyrir þetta enda sé mikill reykur af þessu.

Íbúar meðal annars í Laugardal og vesturbæ Reykjavíkur hafa fundið fyrir brunalykt í hverfum sínum vegna brunans.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af vettvangi.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að Korpúlstaðavegur sé lokaður við Korpúlfstaði og Bakkastaði vegna sinubrunans. Reykur liggur yfir Víkurhverfi og íbúar beðnir um að loka gluggum.
Aðspurður hvort sina brenni á golfvellinum við Korpúlfsstaði segir varðstjóri svo ekki vera. Um sé að ræða svæðið norðan megin við Korpúlfsstaði og austan við Korpúlfsstaðaveginn, eiginlega framan við Bakkastaði.

Slökkvilið var að sinna öðru útkalli í Úlfarsárdal um svipað leyti og tilkynningin kom. Þar hafði pítsa brunnið í ofni í íbúð við Friggjarbrunn og þurfti að reykræsta íbúðina.
Fréttin var uppfærð kl. 09:20.


