Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður Sunna Sæmundsdóttir og skrifa 2. febrúar 2021 18:05 Í tilraunaskyni verða breytingar gerðar á skipulagi þingfunda fram að páskum, er miða að því að innleiða styttingu vinnuvikunnar. vísir/Vilhelm Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís. Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á þingsköpum sem Helgi sagði fyrst og fremst tæknilegar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytingunum sé ætlað að bæta verklag, auka skýrleika og renna stoðum undir framkvæmd sem venja hefur skapast um. Helgi sagði að næsta skref ætti að felast í breytingum á vinnubrögðum. Þingstörfin séu í dag óskipulögð og ófjölskylduvæn. Þetta skipti máli og geti fælt frambærilegt fólk frá þingstörfum. „Þegar kemur að því hvernig við þingmenn störfum, hvaða mál við setjum á dagskrá, hvernig við ræðum, hvernig við vílum og dílum um hvað fari á dagskrá, hvað fari í nefnd, hvernig mál fari út úr nefnd og svo framvegis, að þá er skipulagsleysið á ótrúlegu stigi. Ég held að allir nýir þingmenn verði hissa þegar koma inn,“ sagði Helgi. Helgi Hrafn kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í þingstörfum.vísir/Vilhelm „Sú krafa sem er gerð á þingmenn gagnvart fjölskyldulífi og einkalífi er meira eða minna sú að þeir gefi tímabundið mjög stóran hluta af því upp á bátinn, alla vega ef þeir ætla að standa sig vel.“ Skipulagi þingfunda hefur verið breytt fram að páskum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar. Nýja fyrirkomulagið er viðhaft í tilraunaskyni og í tilkynningu frá Alþingi segir að það verði vonandi fest í sessi þegar fram í sækir. Ekki verða þingfundir á mánudögum og á föstudögum, en þingfundir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum munu hefjast fyrr en áður, eða klukkan 13 þannig að ljúka megi störfum fyrr. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/Vilhelm Langar og leiðinlegar ræður Fleiri þingmenn telja þarfaverk að bæta skipulagið á Alþingi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ræður þingmanna gætu verið hnitmiðaðri. „Ég tel að þær breytingar sem nú er er verið að gera í tilraunaskyni á skipulagi þingvikunnar séu til bóta og ég er spennt að sjá niðurstöðu þess. En það er þó eitt sem ég hef reglulega bent á hér í þessum ræðustól og það eru lengd þingfunda, eða hvað við höldum langar ræður,“ sagði Bryndís. „Ég tel að þingheimur þurfi að taka sig svolítið saman í þessum þáttum og að ein leiðin til þess að nálgast þetta sé að við komum okkur saman um að það sé óeðlilegt að hér fari fólk upp í ræðustól og haldi langar ræður og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, leiðinlegar ræður. Því það er allavega mín skoðun að langar ræður eru yfirleitt frekar leiðinlegar.“ Þetta geti leitt til óþarflega langra þingfunda. „Þó að það sé nú þannig í flestum ríkjum að málfrelsi megi ekki hefta og maður sé ekki kannski að tala fyrir því hér, þá eru samt verklagsreglur eða hefðir hjá nágrannaþingum okkar sem taka svolítið á því. Að það er svona meiri fyrirsjáanleiki í því hvaða mál eru á dagskrá og hverjir ætli þá inn í umræðuna,“ sagði Bryndís.
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira