„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir að félagið hafi eftir síðasta tímabil ákveðið að færa liðið enn frekar inn í atvinnumannaumhverfi. Vísir/Sigurjón Ólason Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki