Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Atli Arason skrifar 4. febrúar 2021 23:15 Ægir Þór var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00