Kæri Ragnar! Kæru kjósendur Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2021 21:45 Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun