Shultz var viðstaddur leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og var annar tveggja Bandaríkjamanna sem hafði gegnt fjórum ólíkum ráðherrastöðum á langri starfsævi sinni. Auk þess að hafa verið utanríkisráðherra gegndi hann stöðu fjármálaráðherra, vinnumálaráðherra og ráðherra fjárlagaskrifstofu forsetans (e. Office of Management and Budget).

Hoover-stofnunin greindi frá andláti Shultz í dag en hann hafði þar lengi verið heiðursfélagi. Í tilkynningu frá hugveitunni segir að fyrrum ráðherrann hann hafi starfað þar nær daglega fram til dauðadags.
Lést á heimili sínu
Fjallað var ítarlega um fundinn í Höfða í bókinni Regan at Reykjavik sem kom út árið 2014 og er eftir Ken Aldelman, fyrrum yfirmann vopnabúrs Bandaríkjanna og ráðgjafa Reagans.
Þar er vitnað í George Shultz sem spurði Gorbatsjof löngu eftir fundinn hver vendipunkturinn hefði verið fyrir lok kaldastríðins. Án þess að hika svaraði Gorbatsjof: Reykjavík.
Shultz fæddist þann 13. desember árið 1920 í New York-borg. Hann hlaut frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 1989 og hafa fjölmargir ráðamenn og áhrifafólk minnst hans persónu merka ferils síðustu klukkustundirnar. Hann lést á heimil sínu í Kaliforníu en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.