Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2021 14:03 Þorvaldur Gylfason telur að Benedikt Bogason eigi að segja af sér eftir að hann tapaði máli sínu gegn Jóni Steinari fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður telur hins vegar að Benedikt geti borið höfuð hátt. Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið. Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið.
Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43