Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2021 14:03 Þorvaldur Gylfason telur að Benedikt Bogason eigi að segja af sér eftir að hann tapaði máli sínu gegn Jóni Steinari fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður telur hins vegar að Benedikt geti borið höfuð hátt. Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið. Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið.
Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43