Hin grjótharða kosningavél Sjálfstæðisflokksins Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2021 06:01 Svavar Benediktsson leitaði víða fanga við gerð BA-ritgerðar sinnar. Hann komst meðal annars að því að það reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrt að halda kosnningavél sinni gangandi og þurftu að leita á náðir vellauðugra eintaklinga til að hún héldi dampi. visir/vilhelm Allir flokkar hafa reynt að átta sig á landslaginu fyrir kosningar en engin maskína hefur verið eins öflug og kosningavél Sjálfstæðisflokksins. „Já, hann hjálpaði mér mikið, einkum við öflun heimilda. Án hans hefði þessi ritgerð líklega aldrei orðið að neinu,“ segir Svavar Benediktsson afabarn Svavars Gestssonar stjórnmálamanns en hann andaðist 18. janúar síðastliðinn. Svavar hefur skilað inn og fengið ágætis einkunn fyrir B.A.-ritgerð sína í sagnfræði sem fjallar um athyglisvert efni. Titillinn er: „Kosningavél og útbreiðslustarfsemi Sjálfstæðisflokksins 1929-1971“. Svavar segir að það megi með sanni segja að þetta sé æsispennandi viðfangsefni: Sjálf leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins? „Ef svo má að orði komast,“ segir Svavar og helst á honum að skilja að hann telji vert að skrúfa aðeins niður í ákafa blaðamannsins. Svavar segir að það sé löng saga að segja hvernig það kom til að þetta tiltekna efni varð umfjöllunarefni hans í B.A.-ritgerð. „En ég fékk áhuga á þessu efni vegna þess að afi minn lét mig fá nokkrar áður óbirtar skýrslur runnar undan rifjum Sjálfstæðisflokksins sem fjölluðu um svokallaðan „erindrekstur“ og ákvað ég að skrifa ritgerð upp úr þeim skjölum. En auk þess að fjalla um þessi skjöl, fjalla ég almennt um kosningavélina, um uppruna hennar og hvernig hún þróaðist í gegnum árin.“ Svavar segir að helstu heimildir um þetta fyrirbæri sem aðgengilegar eru sé að finna í einkasafni Bjarna heitins Benediktssonar sem liggur á netinu. Svavar leitaði víða fanga og ræddi meðal annars við Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og Ellert B. Schram fyrrverandi alþingismann og ritstjóra. Ritgerðin er afar forvitnileg en leiðbeinandi Svavars var Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði. Í niðurstöðukafla segir meðal annars: „Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929 lagði hann mikið upp úr skipulagðri upplýsingasöfnun um kjósendur hvarvetna á landinu, hvort sem þeir voru sjálfstæðismenn eður ei. Í Reykjavík var sú vinna í höndum Varðar og foringjaráði hans fyrstu tíu árin eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins. Í foringjaráðinu störfuðu svokallaðir „foringjar“ sem störfuðu eftir hverfum af þýskri fyrirmynd. Foringjum Varðar fjölgaði með hverjum kosningunum og voru orðnir 80 talsins árið 1937. Þeirra hlutverk var að skrá niður stjórnmálaskoðanir fólks og sjá til þess að kjósendur sem teldust líklegir sjálfstæðismenn skiluðu sér á kjörstað. Foringjaráðið var lagt niður árið 1938 þegar ákveðið var að stofna Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til að samhæfa skipulag allra sjálfstæðismannafélaga í Reykjavík og leysti fulltrúaráðið forystuhlutverk Varðar af hólmi.“ Lykillinn að íslenskri stjórnmálasögu Á tímum kalda stríðsins var mönnum heitt í hamsi og gengu brigslyrðin á víxl. Þannig var segir Svavar það mikið rétt að nafni hans og afi var sakaður um að hafa verið Stasí-njósnari. Í það minnsta taldi kaldastríðssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra, vert að Svavar gerði hreint fyrir sínum dyrum. Kaldastríðið var raunveruleiki á Íslandi í áratugi. Til dæmis héldu kaldastríðssérfræðingar Sjálfstæðisflokksins, svo sem Björn Bjarnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson því fram að Svavar Gestsson heitinn hafi verið agent Stasí. Hér má sjá dæmi um það grein í Morgunpóstinum 1995.timarit.is skjáskot Svavar var um fjóra mánuði að vinna að ritgerðinni og er spurður hvernig það hafi verið að flækjast um og gramsa í innyflum Sjálfstæðisflokksins í þann tíma? „Það var afar áhugavert og lærdómsríkt. Maður lærði náttúrlega heilmikið um íslenska stjórnmálasögu í leiðinni,“ segir Svavar og telur þetta afar góða leið til að kynnast gangverkinu í íslenska flokkakerfinu. „Algjörlega og má segja að saga Íslands á síðari hluta 20. aldar sé mjög samtvinnuð sögu Sjálfstæðisflokksins og því mjög áhugavert rannsóknarefni.“ Sjálfstæðisflokkurinn öfundaður af öflugri maskínu Skráning Sjálfstæðisflokksins á stjórnmálaskoðunum borgaranna hefur verið afar umdeilt fyrirbæri, verið kallað persónunjósnir en þetta tíðkaðist hjá fjórflokknum öllum um langt skeið. Má jafnvel segja að þegar aðrir flokkar, eins og Eysteinn Jónsson í Framsóknarflokki og fleiri, reyndu að koma í veg fyrir þetta tiltæki með lagasetningu, þá hafi skinið í gegn hálfgerð öfund; hversu öflugt þetta var hjá Sjálfstæðisflokki? Svavar segir að þetta hafi tíðkast meðal allra flokka, að reyna að kortleggja skoðanir kjósenda en enginn komst með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði það hælana, það er á suðvesturhorninu. Framsóknarflokkurinn var öflugur til sveita en þá ber til þess að líta að hægur leikur var að fylgjast með heimtum í strjálbýlinu; hvort hollir væru ekki að skila sér.vísir/vilhelm „Nefnilega, það vill oft gleymast að þetta var ekki eingöngu bundið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var einfaldlega stærstur og þar af leiðandi með öflugustu „kosningavélina“ en allir flokkar stunduðu þessar skráningar að mismiklu leyti.“ Aðrir flokkar öfunduðu Sjálfstæðisflokkinn af sinni skilvirku kosningamaskínu? „Að minnsta kosti í Reykjavík, annars staðar á landinu hefur staðan líklega verið önnur, enda voru flokkar missterkir eftir landshlutum. Þar sem Framsóknarflokkurinn var sterkastur hefur hann líklega verið með „öflugri“ kosningavél heldur en aðrir flokkar, en þetta þarf einfaldlega að rannsaka nánar.“ Fjármögnun kosningavélarinnar Þú fjallar einnig um það í ritgerðinni, og ferð ítarlega í saumana á bókhaldi Sjálfstæðisflokksfélaganna, hversu kostnaðarsöm vélin var (og er)? Og kemst að því að það hafi reynst þeim erfitt að fjármagna þetta? „Að minnsta kosti uppundir 1970 var þetta orðið ansi dýrt í rekstri og gekk verr en áður að safna fé fyrir kosningamaskínuna. Gripið var til hagræðingaraðgerða og skorið niður hjá flokknum, starfsmönnum úti á landi fækkað og svo framvegis. En að mestu leyti var þessi kosningavél sjálfboðastarf frekar en launað starf, þannig var það hjá öllum flokkum.“ En þú segir á einum stað að flokkurinn hafi einkum aflað fjár hjá vel stæðum mönnum, sem þá gæti kallað á fyrirgreiðslupólitík sem er fínna orð yfir spillingu? „Þá ertu líklegast að vísa í fjármögnun Varðar árið 1934, en það er rétt að ef tekið er mið af meðaltekjum fólks á þessum árum er líklegra að peningarnir hafi komið frá velstæðum mönnum, en það kemur ekki fram í heimildinni hverjir það voru Kosningavélin ekki eins öflug og fyrr Ritgerðin tekur til gangvirkis kosningavélarinnar 1929-1971. En hefur þú eitthvað horft til dagsins í dag, hvernig staðan er núna. Er þessi kosningavél enn funkerandi? „Ég hef ekki rannsakað það ítarlega og veit ekki mikið um hvernig hún virkar í dag, en hún er ábyggilega ekki eins „öflug“ og hún var á tímum kalda stríðsins. Til dæmis er enginn flokkur með fulltrúa í kjördeildum sem merkja við hverjir hafa kosið og hverjir ekki nú á dögum Svavar segir að það hafi komið sér á óvart, þegar hann tók að skoða þetta fyrirbæri, hversu umfangsmikil þessi starfsemi var.vísir/vilhelm Sko, ég veit að það er erfitt að meta það, hér er um samspil ýmissa afstæðra þátta að ræða en að hversu miklu leyti á flokkurinn fylgi sitt þessari kosningavél að þakka? „Eins og þú segir er erfitt að meta það og einkum vegna þess að atkvæði fólks eru ekki rekjanleg. Þar að auki, eins og ég og fleiri hafa bent á voru þessar skoðanaskráningar byggðar á mati trúnaðarmanna flokkanna og því ekki víst að sá sem var merktur kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi endilega verið það. Því er erfitt að meta þetta nákvæmlega, en flokkarnir töldu allavega þennan þátt kosningabaráttunnar mikilvægan.“ Umfang kosningavélarinnar kemur á óvart Í stórum dráttum má segja að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi verið að dragast saman verulega frá velmektarárum flokksins og þar virðist fylgni við hugsanlegt hökt í kosningavélinni; að Sjálfstæðismenn geti þakkað virkni kosningavélarinnar það hversu vel gekk? „Það má ef til vill vera, en það eru margir þættir sem spila hér inni, fólk er ekki jafn hliðhollt flokkunum eins og það var, þeir eru líka orðnir fleiri og fylgið flakkar meira á milli þeirra en það gerði áður.“ Var eitthvað í þessu sem kom þér sérstaklega á óvart? „Umfang kosningavélarinnar kom mér á óvart og skoðanaskráningarnar; í okkar persónuverndarsamfélagi virðist þetta mjög furðulegt, en þetta þótti eðlilegt á þessum árum og það er mikilvægt að yfirfæra ekki gildi samtímans inn í fortíðina.“ Svavar segir að það sem við taki hjá sér eftir þetta verkefni sé masternám í sagnfræði. „Líklegast í útlandinu, en eins og staðan er núna í heiminum þá er maður ekkert að flýta sér út fyrir utan landsteinana.“ Einu sinni var... Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Já, hann hjálpaði mér mikið, einkum við öflun heimilda. Án hans hefði þessi ritgerð líklega aldrei orðið að neinu,“ segir Svavar Benediktsson afabarn Svavars Gestssonar stjórnmálamanns en hann andaðist 18. janúar síðastliðinn. Svavar hefur skilað inn og fengið ágætis einkunn fyrir B.A.-ritgerð sína í sagnfræði sem fjallar um athyglisvert efni. Titillinn er: „Kosningavél og útbreiðslustarfsemi Sjálfstæðisflokksins 1929-1971“. Svavar segir að það megi með sanni segja að þetta sé æsispennandi viðfangsefni: Sjálf leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins? „Ef svo má að orði komast,“ segir Svavar og helst á honum að skilja að hann telji vert að skrúfa aðeins niður í ákafa blaðamannsins. Svavar segir að það sé löng saga að segja hvernig það kom til að þetta tiltekna efni varð umfjöllunarefni hans í B.A.-ritgerð. „En ég fékk áhuga á þessu efni vegna þess að afi minn lét mig fá nokkrar áður óbirtar skýrslur runnar undan rifjum Sjálfstæðisflokksins sem fjölluðu um svokallaðan „erindrekstur“ og ákvað ég að skrifa ritgerð upp úr þeim skjölum. En auk þess að fjalla um þessi skjöl, fjalla ég almennt um kosningavélina, um uppruna hennar og hvernig hún þróaðist í gegnum árin.“ Svavar segir að helstu heimildir um þetta fyrirbæri sem aðgengilegar eru sé að finna í einkasafni Bjarna heitins Benediktssonar sem liggur á netinu. Svavar leitaði víða fanga og ræddi meðal annars við Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og Ellert B. Schram fyrrverandi alþingismann og ritstjóra. Ritgerðin er afar forvitnileg en leiðbeinandi Svavars var Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði. Í niðurstöðukafla segir meðal annars: „Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929 lagði hann mikið upp úr skipulagðri upplýsingasöfnun um kjósendur hvarvetna á landinu, hvort sem þeir voru sjálfstæðismenn eður ei. Í Reykjavík var sú vinna í höndum Varðar og foringjaráði hans fyrstu tíu árin eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins. Í foringjaráðinu störfuðu svokallaðir „foringjar“ sem störfuðu eftir hverfum af þýskri fyrirmynd. Foringjum Varðar fjölgaði með hverjum kosningunum og voru orðnir 80 talsins árið 1937. Þeirra hlutverk var að skrá niður stjórnmálaskoðanir fólks og sjá til þess að kjósendur sem teldust líklegir sjálfstæðismenn skiluðu sér á kjörstað. Foringjaráðið var lagt niður árið 1938 þegar ákveðið var að stofna Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til að samhæfa skipulag allra sjálfstæðismannafélaga í Reykjavík og leysti fulltrúaráðið forystuhlutverk Varðar af hólmi.“ Lykillinn að íslenskri stjórnmálasögu Á tímum kalda stríðsins var mönnum heitt í hamsi og gengu brigslyrðin á víxl. Þannig var segir Svavar það mikið rétt að nafni hans og afi var sakaður um að hafa verið Stasí-njósnari. Í það minnsta taldi kaldastríðssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra, vert að Svavar gerði hreint fyrir sínum dyrum. Kaldastríðið var raunveruleiki á Íslandi í áratugi. Til dæmis héldu kaldastríðssérfræðingar Sjálfstæðisflokksins, svo sem Björn Bjarnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson því fram að Svavar Gestsson heitinn hafi verið agent Stasí. Hér má sjá dæmi um það grein í Morgunpóstinum 1995.timarit.is skjáskot Svavar var um fjóra mánuði að vinna að ritgerðinni og er spurður hvernig það hafi verið að flækjast um og gramsa í innyflum Sjálfstæðisflokksins í þann tíma? „Það var afar áhugavert og lærdómsríkt. Maður lærði náttúrlega heilmikið um íslenska stjórnmálasögu í leiðinni,“ segir Svavar og telur þetta afar góða leið til að kynnast gangverkinu í íslenska flokkakerfinu. „Algjörlega og má segja að saga Íslands á síðari hluta 20. aldar sé mjög samtvinnuð sögu Sjálfstæðisflokksins og því mjög áhugavert rannsóknarefni.“ Sjálfstæðisflokkurinn öfundaður af öflugri maskínu Skráning Sjálfstæðisflokksins á stjórnmálaskoðunum borgaranna hefur verið afar umdeilt fyrirbæri, verið kallað persónunjósnir en þetta tíðkaðist hjá fjórflokknum öllum um langt skeið. Má jafnvel segja að þegar aðrir flokkar, eins og Eysteinn Jónsson í Framsóknarflokki og fleiri, reyndu að koma í veg fyrir þetta tiltæki með lagasetningu, þá hafi skinið í gegn hálfgerð öfund; hversu öflugt þetta var hjá Sjálfstæðisflokki? Svavar segir að þetta hafi tíðkast meðal allra flokka, að reyna að kortleggja skoðanir kjósenda en enginn komst með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði það hælana, það er á suðvesturhorninu. Framsóknarflokkurinn var öflugur til sveita en þá ber til þess að líta að hægur leikur var að fylgjast með heimtum í strjálbýlinu; hvort hollir væru ekki að skila sér.vísir/vilhelm „Nefnilega, það vill oft gleymast að þetta var ekki eingöngu bundið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var einfaldlega stærstur og þar af leiðandi með öflugustu „kosningavélina“ en allir flokkar stunduðu þessar skráningar að mismiklu leyti.“ Aðrir flokkar öfunduðu Sjálfstæðisflokkinn af sinni skilvirku kosningamaskínu? „Að minnsta kosti í Reykjavík, annars staðar á landinu hefur staðan líklega verið önnur, enda voru flokkar missterkir eftir landshlutum. Þar sem Framsóknarflokkurinn var sterkastur hefur hann líklega verið með „öflugri“ kosningavél heldur en aðrir flokkar, en þetta þarf einfaldlega að rannsaka nánar.“ Fjármögnun kosningavélarinnar Þú fjallar einnig um það í ritgerðinni, og ferð ítarlega í saumana á bókhaldi Sjálfstæðisflokksfélaganna, hversu kostnaðarsöm vélin var (og er)? Og kemst að því að það hafi reynst þeim erfitt að fjármagna þetta? „Að minnsta kosti uppundir 1970 var þetta orðið ansi dýrt í rekstri og gekk verr en áður að safna fé fyrir kosningamaskínuna. Gripið var til hagræðingaraðgerða og skorið niður hjá flokknum, starfsmönnum úti á landi fækkað og svo framvegis. En að mestu leyti var þessi kosningavél sjálfboðastarf frekar en launað starf, þannig var það hjá öllum flokkum.“ En þú segir á einum stað að flokkurinn hafi einkum aflað fjár hjá vel stæðum mönnum, sem þá gæti kallað á fyrirgreiðslupólitík sem er fínna orð yfir spillingu? „Þá ertu líklegast að vísa í fjármögnun Varðar árið 1934, en það er rétt að ef tekið er mið af meðaltekjum fólks á þessum árum er líklegra að peningarnir hafi komið frá velstæðum mönnum, en það kemur ekki fram í heimildinni hverjir það voru Kosningavélin ekki eins öflug og fyrr Ritgerðin tekur til gangvirkis kosningavélarinnar 1929-1971. En hefur þú eitthvað horft til dagsins í dag, hvernig staðan er núna. Er þessi kosningavél enn funkerandi? „Ég hef ekki rannsakað það ítarlega og veit ekki mikið um hvernig hún virkar í dag, en hún er ábyggilega ekki eins „öflug“ og hún var á tímum kalda stríðsins. Til dæmis er enginn flokkur með fulltrúa í kjördeildum sem merkja við hverjir hafa kosið og hverjir ekki nú á dögum Svavar segir að það hafi komið sér á óvart, þegar hann tók að skoða þetta fyrirbæri, hversu umfangsmikil þessi starfsemi var.vísir/vilhelm Sko, ég veit að það er erfitt að meta það, hér er um samspil ýmissa afstæðra þátta að ræða en að hversu miklu leyti á flokkurinn fylgi sitt þessari kosningavél að þakka? „Eins og þú segir er erfitt að meta það og einkum vegna þess að atkvæði fólks eru ekki rekjanleg. Þar að auki, eins og ég og fleiri hafa bent á voru þessar skoðanaskráningar byggðar á mati trúnaðarmanna flokkanna og því ekki víst að sá sem var merktur kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi endilega verið það. Því er erfitt að meta þetta nákvæmlega, en flokkarnir töldu allavega þennan þátt kosningabaráttunnar mikilvægan.“ Umfang kosningavélarinnar kemur á óvart Í stórum dráttum má segja að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi verið að dragast saman verulega frá velmektarárum flokksins og þar virðist fylgni við hugsanlegt hökt í kosningavélinni; að Sjálfstæðismenn geti þakkað virkni kosningavélarinnar það hversu vel gekk? „Það má ef til vill vera, en það eru margir þættir sem spila hér inni, fólk er ekki jafn hliðhollt flokkunum eins og það var, þeir eru líka orðnir fleiri og fylgið flakkar meira á milli þeirra en það gerði áður.“ Var eitthvað í þessu sem kom þér sérstaklega á óvart? „Umfang kosningavélarinnar kom mér á óvart og skoðanaskráningarnar; í okkar persónuverndarsamfélagi virðist þetta mjög furðulegt, en þetta þótti eðlilegt á þessum árum og það er mikilvægt að yfirfæra ekki gildi samtímans inn í fortíðina.“ Svavar segir að það sem við taki hjá sér eftir þetta verkefni sé masternám í sagnfræði. „Líklegast í útlandinu, en eins og staðan er núna í heiminum þá er maður ekkert að flýta sér út fyrir utan landsteinana.“
„Allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929 lagði hann mikið upp úr skipulagðri upplýsingasöfnun um kjósendur hvarvetna á landinu, hvort sem þeir voru sjálfstæðismenn eður ei. Í Reykjavík var sú vinna í höndum Varðar og foringjaráði hans fyrstu tíu árin eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins. Í foringjaráðinu störfuðu svokallaðir „foringjar“ sem störfuðu eftir hverfum af þýskri fyrirmynd. Foringjum Varðar fjölgaði með hverjum kosningunum og voru orðnir 80 talsins árið 1937. Þeirra hlutverk var að skrá niður stjórnmálaskoðanir fólks og sjá til þess að kjósendur sem teldust líklegir sjálfstæðismenn skiluðu sér á kjörstað. Foringjaráðið var lagt niður árið 1938 þegar ákveðið var að stofna Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til að samhæfa skipulag allra sjálfstæðismannafélaga í Reykjavík og leysti fulltrúaráðið forystuhlutverk Varðar af hólmi.“
Einu sinni var... Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira