„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 20:01 Margrét Lillý segir létti að úrskurðurinn sé kominn. Hann staðfesti allt sem hún hafi sagt um störf barnaverndaryfirvalda á Nesinu. vísir/egill Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira