Fagnaði körfu Steph Curry áður en hann skaut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 12:00 Stephen Curry er að eiga frábært tímabil en hann missti af nær öllu síðasta tímabili með Golden State Warriors vegna meiðsla. Getty/Thearon W. Henderson Þegar Stephen Curry er orðinn heitur þá er víst fátt sem stoppar hann í því að raða niður þriggja stiga körfum. Leikurinn í nótt var einn af þessum leikjum. Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur. Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni. Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors. Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn. Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021 Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum. Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu. Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna. Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili. Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum. Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur. Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni. Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors. Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn. Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Steph s teammate knew it was cash before he even passed it pic.twitter.com/TLYTcz46Gc— Bleacher Report (@BleacherReport) February 12, 2021 Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum. Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu. Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna. Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili. Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hi, I m Steph s teammate , my names Juan. https://t.co/Rmjv7rsI6E— Juan Toscano Anderson (@juanonjuan10) February 12, 2021
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli