Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 10:31 Simone Biles með gullverðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu 2019. Getty/ Laurence Griffiths Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. Fimleikaheimurinn í Bandaríkjunum hefur nötrað síðan að upp komst um ömurlegt háttalag læknis fimleikalandsliðsins en Larry Nassar var á endanum dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi fyrir að misnota meira en 250 fimleikastelpur í skjóli starfs síns með læknir fimleikasambandsins. Simone Biles kom fram á sínum tíma og sagði frá því að Larry Nassar hefði líka misnotað hana. Hún hefur frá byrjun gagnrýnt bandaríska fimleikasambandið, USA Gymnastics, fyrir að leyfa þessu að viðgangast í svo langan tíma og reyna síðan að breiða yfir það sem fimleikastelpurnar máttu þola á bak við tjöldin og inn í læstum herbergjum. Þrátt fyrir að Larry Nassar sé löngu kominn í fangelsi og skipt hafi um yfirmenn hjá fimleikasambandinu þá er Simone Biles hvergi nærri sátt með stöðu mála. Hún heimtar sjálfstæða rannsókn á því hvernig svona gat gerst. Simone Biles says if she had a daughter, she wouldn t want her in U.S.A. Gymnastics as it s run now, following the Larry Nassar sexual abuse scandal. I don t feel comfortable enough they haven t ensured us that it s never going to happen again. https://t.co/7zMDohczqg pic.twitter.com/0Tz0SuIU46— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles hefur alls unnið þrjátíu verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en hún er 23 ára gömul. Biles vann fjögur gull og ein bronsverðlaun á síðustu Ólympíuleikum í Ríó 2016. Biles ræddi mál bandaríska fimleikasambandsins í nýju viðtali í 60 minutes þættinum á CBS. „Þetta er langt frá því að vera búið. Það er enn fullt af spurningum sem þarf að svara,“ sagði Simone Biles. Fréttamaður 60 minutes þáttarins spurði Biles hvort hún myndi leyfa dóttur sinni að æfa á vegum bandaríska fimleikasambandsins. „Nei. Vegna þess að ég er ekki sannfærð og líður ekki nógu vel með þetta af því að þau hafa ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum og hvað þau hafa gert. Þau hafa ekki enn fullvissað okkur um að þetta muni ekki koma fyrir aftur,“ sagði Biles. I didn t come this far to only come this far, says Olympic gymnast Simone Biles about her decision to keep training another year to compete in the Olympics, which were delayed because of the pandemic. https://t.co/eNp21alsip pic.twitter.com/YHCJpj2mEH— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles finnst að bandaríska fimleikasambandið og bandaríska Ólympíunefndina hafi brugðist henni. „Við færum þeim verðlaun. Við skilum okkar. Þið getið ekki sinnt ykkar starfi á móti. Þetta er ógeðslegt,“ sagði Biles. Þegar Biles var spurð út í hvaða spurningum þyrfti að svara: „Bara hver vissi hvað og hvenær. Þið hafði brugðist svo mörgum íþróttamönnum og flest af okkur voru undir lögaldri,“ sagði Simone Biles. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mál Larry Nassar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
Fimleikaheimurinn í Bandaríkjunum hefur nötrað síðan að upp komst um ömurlegt háttalag læknis fimleikalandsliðsins en Larry Nassar var á endanum dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi fyrir að misnota meira en 250 fimleikastelpur í skjóli starfs síns með læknir fimleikasambandsins. Simone Biles kom fram á sínum tíma og sagði frá því að Larry Nassar hefði líka misnotað hana. Hún hefur frá byrjun gagnrýnt bandaríska fimleikasambandið, USA Gymnastics, fyrir að leyfa þessu að viðgangast í svo langan tíma og reyna síðan að breiða yfir það sem fimleikastelpurnar máttu þola á bak við tjöldin og inn í læstum herbergjum. Þrátt fyrir að Larry Nassar sé löngu kominn í fangelsi og skipt hafi um yfirmenn hjá fimleikasambandinu þá er Simone Biles hvergi nærri sátt með stöðu mála. Hún heimtar sjálfstæða rannsókn á því hvernig svona gat gerst. Simone Biles says if she had a daughter, she wouldn t want her in U.S.A. Gymnastics as it s run now, following the Larry Nassar sexual abuse scandal. I don t feel comfortable enough they haven t ensured us that it s never going to happen again. https://t.co/7zMDohczqg pic.twitter.com/0Tz0SuIU46— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles hefur alls unnið þrjátíu verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en hún er 23 ára gömul. Biles vann fjögur gull og ein bronsverðlaun á síðustu Ólympíuleikum í Ríó 2016. Biles ræddi mál bandaríska fimleikasambandsins í nýju viðtali í 60 minutes þættinum á CBS. „Þetta er langt frá því að vera búið. Það er enn fullt af spurningum sem þarf að svara,“ sagði Simone Biles. Fréttamaður 60 minutes þáttarins spurði Biles hvort hún myndi leyfa dóttur sinni að æfa á vegum bandaríska fimleikasambandsins. „Nei. Vegna þess að ég er ekki sannfærð og líður ekki nógu vel með þetta af því að þau hafa ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum og hvað þau hafa gert. Þau hafa ekki enn fullvissað okkur um að þetta muni ekki koma fyrir aftur,“ sagði Biles. I didn t come this far to only come this far, says Olympic gymnast Simone Biles about her decision to keep training another year to compete in the Olympics, which were delayed because of the pandemic. https://t.co/eNp21alsip pic.twitter.com/YHCJpj2mEH— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles finnst að bandaríska fimleikasambandið og bandaríska Ólympíunefndina hafi brugðist henni. „Við færum þeim verðlaun. Við skilum okkar. Þið getið ekki sinnt ykkar starfi á móti. Þetta er ógeðslegt,“ sagði Biles. Þegar Biles var spurð út í hvaða spurningum þyrfti að svara: „Bara hver vissi hvað og hvenær. Þið hafði brugðist svo mörgum íþróttamönnum og flest af okkur voru undir lögaldri,“ sagði Simone Biles.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mál Larry Nassar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira