Húsfundur án heimilis Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 07:31 Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Rafræn heimild Sú breyting sem er líkleg til að hafa einna mest áhrif á daglegt líf fólks felst í heimild stjórnar húsfélags til að halda rafræna húsfundi og nota rafrænar samskiptaleiðir í samskiptum milli húseigenda. Húseigendur myndu geta fundað með nágrönnum sínum án þess að þurfa hitta þá augliti til auglitis. Sá valmöguleiki mun jafnvel standa til boða að lækka hljóðið þegar umræðan um skólplagnir fer á kreik en hingað til hafa notendur heyrnatæka einir notið þeirra fríðinda. Breytingin mun vera komin til vegna heimsfaraldursins COVID og vandkvæða við fundahald á tímum samkomutakmarkana. Hvað sem sóttvarnaráðstöfunum líður er breytingin löngu tímabær og í samræmi við aðrar breytingar í samfélaginu. Flestir kannast eflaust við að erfitt getur verið að kalla saman húsfund þrátt fyrir að fundamenn búi undir eða eigi í sama þakinu. Blönduð hús Þegar núgildandi lög um fjöleignarhús voru samþykkt á Alþingi árið 1994 var ákveðið að lögin skyldu að mestu vera ófrávíkjanleg þegar um er að ræða fjöleignarhús sem er íbúðarhúsnæði í heild eða að hluta. Ófrávíkjanlegar reglur laganna, s.s. um ákvarðanatöku eigenda, gilda þannig í blönduðum húsum, þ.e. fasteignum sem hafa bæði að geyma íbúðir og atvinnuhúsnæði, en íbúar og atvinnurekendur sjá hlutina ekki alltaf sömu augum þrátt fyrir að vera báðum umhugað um umgengni, viðhald og umhirðu fasteignarinnar. Íbúar huga mest að nauðsynlegum framkvæmdum á meðan atvinnurekendur virðast fremur huga að forsendum eigin rekstrar sem oft kallar á auknar framkvæmdir. Málsmeðferð vegna framkvæmda sem atvinnurekandi vill standa að á það til að tefjast í meðferð húsfélags með tilheyrandi kostnaði og skjalagerð. Álitamál af klassískum toga varða m.a. notkun sameignar, bílastæðamál og deilur um kostnaðarábyrgð. Þær breytingar sem ráðherra hefur boðað er ætlað að skapa tiltekna festu varðandi not blandaðra húsa í atvinnurekstri en undirliggjandi eru sjónarmið um þéttingu byggðar, loftslagsmál og þjónustu í nærumhverfi. Ef frumvarpsdrögin verða samþykkt í núverandi mynd mun eigendum fasteigna í blönduðum húsum vera heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta. Það er vandasamt að segja til um að hversu miklu leyti breytingarnar muni komast til framkvæmda í blönduðum húsum sem þegar eru byggð þegar breytingarnar taka gildi, þar sem samþykki allra húseigenda er áskilið fyrir setningu þeirra. Ef að líkum lætur munu húsbyggjendur nýrra blandaðra fjöleignarhúsa frekar neyta heimildarinnar til að samþykkja sérstakar húsfélagssamþykktir og setja með því skýrar leikreglur til framtíðar um sambúð eigenda íbúða og atvinnuhúsnæðis. Húsfélagsdeild Þá er í breytingatillögunum að finna rýmri heimild fyrir eigendur fjöleignarhúsa að mynda sér húsfélagsdeild. Verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun eigendum í ríkara mæli verða heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymslna verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna. Bílageymslur sem oft eru samtengdar fjöleignarhúsi yrði þannig heimilt að reka sem sjálfstæðar einingar sem væru að mestu leyti óháðar ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhússins. Þessi breyting mun ekki síst hafa þýðingu í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt fjöleignarhús hefur verið reist ofan á einni og sömu bílageymslunni sem jafnvel stendur á fleiri en einni lóð. Ótal álitamál geta komið upp í tengslum við rekstur, eignarhald og ábyrgð á slíkum bílageymslum sem breytingatillögunum er ætlað að ráða bót á. Breytingartillögur ráðherra hafa ekki verið lagðar fram á Alþingi og í greinarkorni þessu er einungis stiklað á stóru um hluta af því sem fram kemur í frumvarpsdrögunum. Það er hins vegar ljóst að þeim er ætlað að verða mikil réttarbót fyrir flesta eigendur séreigna í fjöleignarhúsum. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig og hvort frumvarpið muni taka breytingum í meðförum þingsins. Líklega mun frumvarpið fá verðskuldaða athygli og umræðu enda er fjöleignarhúsaformið og sambýli eigenda slíkra húsa hluti af þjóðarsálinni. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Rómur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Rafræn heimild Sú breyting sem er líkleg til að hafa einna mest áhrif á daglegt líf fólks felst í heimild stjórnar húsfélags til að halda rafræna húsfundi og nota rafrænar samskiptaleiðir í samskiptum milli húseigenda. Húseigendur myndu geta fundað með nágrönnum sínum án þess að þurfa hitta þá augliti til auglitis. Sá valmöguleiki mun jafnvel standa til boða að lækka hljóðið þegar umræðan um skólplagnir fer á kreik en hingað til hafa notendur heyrnatæka einir notið þeirra fríðinda. Breytingin mun vera komin til vegna heimsfaraldursins COVID og vandkvæða við fundahald á tímum samkomutakmarkana. Hvað sem sóttvarnaráðstöfunum líður er breytingin löngu tímabær og í samræmi við aðrar breytingar í samfélaginu. Flestir kannast eflaust við að erfitt getur verið að kalla saman húsfund þrátt fyrir að fundamenn búi undir eða eigi í sama þakinu. Blönduð hús Þegar núgildandi lög um fjöleignarhús voru samþykkt á Alþingi árið 1994 var ákveðið að lögin skyldu að mestu vera ófrávíkjanleg þegar um er að ræða fjöleignarhús sem er íbúðarhúsnæði í heild eða að hluta. Ófrávíkjanlegar reglur laganna, s.s. um ákvarðanatöku eigenda, gilda þannig í blönduðum húsum, þ.e. fasteignum sem hafa bæði að geyma íbúðir og atvinnuhúsnæði, en íbúar og atvinnurekendur sjá hlutina ekki alltaf sömu augum þrátt fyrir að vera báðum umhugað um umgengni, viðhald og umhirðu fasteignarinnar. Íbúar huga mest að nauðsynlegum framkvæmdum á meðan atvinnurekendur virðast fremur huga að forsendum eigin rekstrar sem oft kallar á auknar framkvæmdir. Málsmeðferð vegna framkvæmda sem atvinnurekandi vill standa að á það til að tefjast í meðferð húsfélags með tilheyrandi kostnaði og skjalagerð. Álitamál af klassískum toga varða m.a. notkun sameignar, bílastæðamál og deilur um kostnaðarábyrgð. Þær breytingar sem ráðherra hefur boðað er ætlað að skapa tiltekna festu varðandi not blandaðra húsa í atvinnurekstri en undirliggjandi eru sjónarmið um þéttingu byggðar, loftslagsmál og þjónustu í nærumhverfi. Ef frumvarpsdrögin verða samþykkt í núverandi mynd mun eigendum fasteigna í blönduðum húsum vera heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta. Það er vandasamt að segja til um að hversu miklu leyti breytingarnar muni komast til framkvæmda í blönduðum húsum sem þegar eru byggð þegar breytingarnar taka gildi, þar sem samþykki allra húseigenda er áskilið fyrir setningu þeirra. Ef að líkum lætur munu húsbyggjendur nýrra blandaðra fjöleignarhúsa frekar neyta heimildarinnar til að samþykkja sérstakar húsfélagssamþykktir og setja með því skýrar leikreglur til framtíðar um sambúð eigenda íbúða og atvinnuhúsnæðis. Húsfélagsdeild Þá er í breytingatillögunum að finna rýmri heimild fyrir eigendur fjöleignarhúsa að mynda sér húsfélagsdeild. Verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun eigendum í ríkara mæli verða heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymslna verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna. Bílageymslur sem oft eru samtengdar fjöleignarhúsi yrði þannig heimilt að reka sem sjálfstæðar einingar sem væru að mestu leyti óháðar ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhússins. Þessi breyting mun ekki síst hafa þýðingu í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt fjöleignarhús hefur verið reist ofan á einni og sömu bílageymslunni sem jafnvel stendur á fleiri en einni lóð. Ótal álitamál geta komið upp í tengslum við rekstur, eignarhald og ábyrgð á slíkum bílageymslum sem breytingatillögunum er ætlað að ráða bót á. Breytingartillögur ráðherra hafa ekki verið lagðar fram á Alþingi og í greinarkorni þessu er einungis stiklað á stóru um hluta af því sem fram kemur í frumvarpsdrögunum. Það er hins vegar ljóst að þeim er ætlað að verða mikil réttarbót fyrir flesta eigendur séreigna í fjöleignarhúsum. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig og hvort frumvarpið muni taka breytingum í meðförum þingsins. Líklega mun frumvarpið fá verðskuldaða athygli og umræðu enda er fjöleignarhúsaformið og sambýli eigenda slíkra húsa hluti af þjóðarsálinni. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun