Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2021 18:26 Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54
Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57