Þetta kom fram á blaðamannafundi Nuno Esperito Santo, þjálfara Wolves, fyrr í kvöld. Þjálfarinn sagði að félagið myndi ekki setja neina pressu á Jimenez að flýta sér til baka eftir jafn skelfileg meiðsli og um væri að ræða.
„Hann er byrjaður að æfa og endurhæfingin gengur vel. Hann er farinn að taka þátt í ákveðnum æfingum með liðinu og er að sýna framfarir. Við þurfum hins vegar að fara mjög varlega með hann og sýna honum mikla þolinmæði,“ sagði Nuno í kvöld.
"He is training. He has been able to integrate in the beginning of some sessions"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 18, 2021
Nuno Espírito Santo has confirmed striker Raúl Jiménez is slowly working his way back into training with the Wolves squad pic.twitter.com/023yx9R35D
Jiménez hefur verið aðalmarkaskorari Wolves síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2018. Liðinu gekk illa í fjarveru framherjans en hefur aðeins fundið taktinn eftir að liðið fékk Willian José á láni frá Real Sociedad í janúar.
Situr liðið sem stendur í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig að loknum 24 leikjum.