Real Madrid vann mikilvægan 1-0 sigur á nöfnum sínum í Real Valladolid í síðasta leik dagsins í spænska boltanum.
Gestirnir frá Madríd komu boltanum tvívegis í net Valladolid í fyrri hálfleik en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstæðu.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 65. mínútu skoraði Casemiro sigurmarkið með sínu fimmta marki á leiktíðinni. Stangaði hann aukaspyrnu Toni Kroos í netið.
🔥🤩 ANOTHER @Casemiro HEADER!#RealValladolidRealMadrid pic.twitter.com/JOkr6Ry5yI
— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) February 20, 2021
Atletico Madrid tapaði fyrr í dag og Real minnkaði forskot Atletico því niður í þrjú stig. Atletico á þó leik til góða á Real.
Valladolid er í næst neðsta sæti deildarinnar með 21 stig.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.