Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að upplýsingamiðlun og samskipti við fjölmiðla sé mikilvægur hlekkur í keðju almannavarna til þess að koma skilaboðum til almennings.
„Til að mynda hafa fjölmiðlar gengt lykilhlutverki í baráttunni við COVID-19 við að flytja réttar og upplýsandi fréttir af stöðu faraldursins. Staðan í þjóðfélaginu er góð og má það þakka samstöðu þjóðarinnar en áfram þarf að gæta að samstöðu og fylgja þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.
Jóhanni eru þökkuð góð störf undanfarna mánuði og óskað velfarnaðar á sínum vettvangi.