Óumdeilt mikilvægi menningar í heimsfaraldri Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifa 22. febrúar 2021 07:30 Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Menning Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar