Óumdeilt mikilvægi menningar í heimsfaraldri Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifa 22. febrúar 2021 07:30 Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Menning Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Eitt af því sem við höfum öll saknað eru menningarupplifanir. Leikhús, ópera, danssýningar, tónleikar, uppistand, bíó og aðrar upplifanir þar sem við njótum þess að láta listina auðga andann, skemmta okkur og tengja okkur hvert við annað. Listamenn létu þó ekki sitt eftir liggja og fundu frumlegar leiðir til að halda áfram að gera einmitt það á meðan faraldurinn dundi á okkur. Beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu, frábært framtak Listahátíðar þar sem fólk gat sent ástvinum og fjölskyldu heimsenda skemmtun alveg upp að dyrum og aðrar lausnir sem voru nýttar til að við gætum öll haldið áfram að njóta menningar. Þó við söknum öll samverunnar sem felst í því að sitja saman úti í sal og upplifa verður ekki litið fram hjá því hversu aukin tækifæri þetta veitti þeim sem búa fjarri þeim stöðum þar sem alla jafna er hvað blómlegast menningarlíf að finna. Í Covid höfðu þau tækifæri til að njóta á nákvæmlega sama hátt og hin sem búa í hringiðu menningarlífsins án þess að þurfa að ferðast um langan veg. Vert er að hafa í huga þá möguleika sem við uppgötvuðum á fjölbreyttri miðlun menningar þegar lífið fer að komast í eðlilegar horfur og við fjölmennum sem aldrei fyrr í menningarhús um land allt til að upplifa og njóta. Mikið hefur verið talað um þær breytingar sem hafa orðið á því hvernig skólakerfi og vinnustaðir nýta sér tæknina í daglegu starfi. Allar líkur eru á því að möguleikar á fjarvinnu aukist í framhaldi af Covid og störf án staðsetningar verði algengari. Að sama skapi er eflaust margt sem hægt er að halda áfram að nýta sér til að tryggja jafnt aðgengi að menningu og listum óháð búsetu. Mikilvægi lista og menningar í lífi okkar hlýtur að vera nokkuð óumdeilt. Við fundum það síðasta árið. Og ætli listgreinarnar leiki ekki stórt hlutverk við að hjálpa okkur að vinna úr þeirri undarlegu og oft erfiðu upplifun sem þetta ár hefur verið. Verða það ekki tónlistin, leikhúsið, myndlistin og bókmenntirnar sem varðveita þessa sameiginlegu reynslu okkar og miðla til komandi kynslóða. Alveg eins og þau hafa létt okkur lundina á meðan faraldurinn hefur dunið á okkur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun