Má bjóða þér klukkstund í viðbót við daginn? Íris Róbertsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:01 „Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
„Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar