Gísli Óskarsson frétta-og tökumaður hitti kappann á bryggjunni í gær.
„Túrinn var bara mjög fínn,“ segir hinn tólf ára gamli Huginn Guðmundsson.
Það hafi verið gott hve mikið þeir fiskuðu í hali númer tvö.
„Það voru fimm hundruð og eitthvað tonn.“
Huginn segir að svo mikið hafi veiðst í hala tvö að dæla hafi þurft úr Huginn VE55 yfir í Bjarna Ólafsson, um tvö hundruð tonnum. Allt hafi hreinlega verið fullt eftir veiðina í hali tvö.
Huginn hefur farið á sjó með föður sínum frá því hann var sex ára og stefnir hátt.
„Ég ætla að verða skipstjóri,“ segir Huginn.