„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:16 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu. aðsend mynd Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira