Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 08:49 Starfsemi veitingastaða, kráa og skemmtistaða hefur verið afar takmörkuð nánast allan kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“ Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða. Samtökin skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða með því að leyfa að hámarki fimmtíu manns í hverju rými, að leyfa sérstakar undanþágur varðandi tveggja metra regluna og færa opnunartímann til klukkan 23. Í dag mega ekki fleiri en tuttugu koma saman í hverju rými, engar undanþágur eru frá tveggja metra reglunni á milli óskyldra hópa og veitingastaðir mega vera með opið til klukkan 22. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að afléttingum innanlands til ráðherra um helgina og má gera ráð fyrir því að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Þær gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku. Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur að farið yrði varlega í tilslakanir og varlegast í afléttingar á krám þar sem rekja mætti upphaf þriðju bylgjunnar til slíkrar starfsemi. Fram hefur komið að rekja hafi mátt um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september í fyrra og tengd var kránni Irishman Pub og veitingastaðnum Brewdog. Varðandi lögregluaðgerðir og fréttaflutning af þeim segja samtökin umræðuna um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast „hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“ segir í áskoruninni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum innanlands. 1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa. 2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SFV skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi. 3. Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SFV eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu. Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða. Samtökin skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða með því að leyfa að hámarki fimmtíu manns í hverju rými, að leyfa sérstakar undanþágur varðandi tveggja metra regluna og færa opnunartímann til klukkan 23. Í dag mega ekki fleiri en tuttugu koma saman í hverju rými, engar undanþágur eru frá tveggja metra reglunni á milli óskyldra hópa og veitingastaðir mega vera með opið til klukkan 22. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að afléttingum innanlands til ráðherra um helgina og má gera ráð fyrir því að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Þær gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku. Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur að farið yrði varlega í tilslakanir og varlegast í afléttingar á krám þar sem rekja mætti upphaf þriðju bylgjunnar til slíkrar starfsemi. Fram hefur komið að rekja hafi mátt um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september í fyrra og tengd var kránni Irishman Pub og veitingastaðnum Brewdog. Varðandi lögregluaðgerðir og fréttaflutning af þeim segja samtökin umræðuna um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast „hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“ segir í áskoruninni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum innanlands. 1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa. 2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SFV skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi. 3. Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SFV eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu. Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira