Hart tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2021 19:20 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir áskorandi hans um formannsembættið tókust á um lífskjarasamningana og skipan í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og áskorandi hans í komandi formannskjöri, Helga Guðrún Jónasdóttir, tókust harkalega á um stefnu félagsins í kjaramálum í Pallborðinu, nýjum þætti í beinni útsendingu á Vísi í dag. Helga Guðrún sagði Ragnar Þór fyrst og fremst skapa ófrið innan félagsins en Ragnar Þór sagði nauðsynlegt að forysta verkalýðshreyfingarinnar léti heyra í sér þegar gengið væri gegn kjörum launafólks. Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30