Höfuðborgarbúar um jarðskjálftann: „Svolítið eins og þú sért á sjó“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:30 Ari Posecco, matreiðslumaður í Turninum á Smáratorgi. vísir/Sigurjón Að finna fyrir jarðskjálfta á efstu hæðum Turnsins í Kópavogi jafnast á við að vera úti á sjó, að sögn matreiðslumanns. Fólk sem fann fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um að upplifunin sé verulega óþægileg. Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira