Hyggjast svara sértækum spurningum kvenna um skimanir á Heilsuvera.is Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:53 Innan skamms opnar brjóstamiðstöð á Eiríksgötu. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við Landspítalann, hyggst setja aukið afl í netspjall við skjólstæðinga á Heilsuvera.is og bjóða upp á sérstaka svarþjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá Heilsugæslunni og Landspítalanum, þar sem segir að mikilvægt sé að fólk sem upplifir óvissu eða óöryggi hafi samband við netspjallið. Markmiðið sé að svara sértækum spurningum hvers og eins. Þá segir að innan skamms verði opnuð öflug brjóstamiðstöð Landspítala á Eiríksgötu í Reykjavík, „þar sem þessum mikilvæga og viðkvæma hópi skjólstæðinga verður sinnt af kostgæfni. Sá stóri áfangi verður mikið gleðiefni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.“ Í yfirlýsingunni er fjallað um þær umfangsmiklu breytingar sem hafa orðið á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum og tekið fram að í öllum verkefnum hafi gæði þjónustunnar verið höfð að leiðarljósi og leitast við að tryggja heilsu og öryggi skjólstæðinga. „Íslensk heilbrigðisþjónusta stendur saman að baki þessu heildarverkefni, sem snýr að vandasamri og viðkvæmri yfirfærslu margvíslegra verkefna frá Krabbameinsfélagi Íslands yfir til Heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Yfirfærslan hefur því miður ekki verið hnökralaus, ýmissa hluta vegna, og skapað bæði áhyggjur og óöryggi í samfélaginu. Í ljósi umræðu síðustu daga um þetta nýja fyrirkomulag vilja Heilsugæslan og Landspítali taka fram að aðstandendum verkefnisins þykir mjög miður að óvissa hafi skapast um þessa mikilvægu þjónustu. Við slíkt verður ekki búið og keppast nú allir aðilar verkefnisins við að bæta þar úr með fjölbreyttum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að nýtt verklag sé samkvæmt því sem mælt sé með í aþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og meginmarkmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Undir yfirlýsinguna rita Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá Heilsugæslunni og Landspítalanum, þar sem segir að mikilvægt sé að fólk sem upplifir óvissu eða óöryggi hafi samband við netspjallið. Markmiðið sé að svara sértækum spurningum hvers og eins. Þá segir að innan skamms verði opnuð öflug brjóstamiðstöð Landspítala á Eiríksgötu í Reykjavík, „þar sem þessum mikilvæga og viðkvæma hópi skjólstæðinga verður sinnt af kostgæfni. Sá stóri áfangi verður mikið gleðiefni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.“ Í yfirlýsingunni er fjallað um þær umfangsmiklu breytingar sem hafa orðið á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum og tekið fram að í öllum verkefnum hafi gæði þjónustunnar verið höfð að leiðarljósi og leitast við að tryggja heilsu og öryggi skjólstæðinga. „Íslensk heilbrigðisþjónusta stendur saman að baki þessu heildarverkefni, sem snýr að vandasamri og viðkvæmri yfirfærslu margvíslegra verkefna frá Krabbameinsfélagi Íslands yfir til Heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Yfirfærslan hefur því miður ekki verið hnökralaus, ýmissa hluta vegna, og skapað bæði áhyggjur og óöryggi í samfélaginu. Í ljósi umræðu síðustu daga um þetta nýja fyrirkomulag vilja Heilsugæslan og Landspítali taka fram að aðstandendum verkefnisins þykir mjög miður að óvissa hafi skapast um þessa mikilvægu þjónustu. Við slíkt verður ekki búið og keppast nú allir aðilar verkefnisins við að bæta þar úr með fjölbreyttum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að nýtt verklag sé samkvæmt því sem mælt sé með í aþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og meginmarkmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Undir yfirlýsinguna rita Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira