Atvinnuleysisstefna fyrir hin ríku Gunnar Smári Egilsson skrifar 25. febrúar 2021 11:38 Stefna ríkisstjórnarinnar er að geyma atvinnulausa á atvinnuleysisskrá þar til að einkafyrirtæki munu óska eftir starfskröftum þess; að einhverju leyti næsta haust, en líklega ekki fyrr en á næsta ári og því þar næsta. Þessi grimma stefna er byggð á hugmyndum um landvinninga hinna ríku í gagnbyltingu þeirra, sem kölluð er nýfrjálshyggja. Hin ríku líta svo á að þau hafi þurft að berjast fyrir því að stækka hlut hins svokallaða einkageira á kostnað opinbers og félagslegs rekstrar. Þegar kórónakreppan skall á og einkafyrirtæki gátu ekki haldið fólki í vinnu greiddi ríkið fyrst launin, síðan uppsagnarfrestinn og heldur nú fólkinu á atvinnuleysisskrá, geymir vinnuaflið þar til einkafyrirtækin þurfa aftur á því að halda. Samkvæmt þessari hugmyndafærði má ríkið ekki búa til störf þótt það sé hagkvæmara fyrir ríkið og samfélagið, geðfelldara fyrir hin atvinnulausu og betra fyrir alla. Ríkisstjórnin telur þessa hagsmuni léttvæga í samanburði við mikilvægi þess að verja landvinninga hinna ríku frá nýfrjálshyggjuárunum. Fyrr skal þetta fólk vera atvinnulaust í þrjú ár, fjögur ár eða til eilífðar, en að við búum til störf á vegum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Þetta er afstaða ríkisstjórnarinnar. 72 milljarðar króna á ársgrundvelli Í tölum Hagstofunnar frá í dag kemur fram að 17.100 manns voru atvinnulausir í janúar. Í fréttum hefur önnur tala verið notuð, árstíðarleiðrétt tala sem notuð er til að finna út samanburð milli mánaða og árshluta. Slíkar útreikningstölur þykir sumum fínni en raunverulegur fjöldi fólks á atvinnuskrá, að hugtakið atvinnuleysi sé mikilvægara en hin atvinnulausu. En við erum ekki þar. Við skulum því nota rétta tölu, 17.100 manns á atvinnuleysisskrá. Þetta er viðlíka fjöldi og allir starfandi iðnaðarmenn á landinu, mun fleiri en vinna við veitinga- og gistihús eða byggingar og framkvæmdir. Þetta er fjöldi sem gæti haldið uppi fleiri en einni atvinnugrein. Þetta er viðlíka fjöldi og kaus í þingkosningum 2017 í Norðvesturkjördæmi, frá Akranesi að Skagafirði. Þetta er hellingur. Ef við reiknum með að atvinnuleysistryggingasjóður greiði hverjum þessara um 350 þús. kr. á mánuði þá voru um 6 milljarðar króna lagðir í það verkefni að halda fólki atvinnulausu í janúar. Á ársgrundvelli eru það um 72 milljarðar króna, um það bil einn nýr Landspítali. 2,5% af landsframleiðslu. Það er stærð fjárfestingarinnar, að halda fólki atvinnulausu þar til einkafyrirtækin þurfa á þeim að halda. Hvað má gera fyrir 6 milljarða króna á mánuði, ef við eigum þá þegar sem launakostnað? Allt sem okkur vantar. Allt það sem gera má fyrir það fé Við getum byrjað á því að styrkja heilbrigðis- og menntakerfið, mannað þessi kerfi betur, hirt betur um húsnæðið undir þeim og byggt upp nýtt. Við getum byggt upp þjónustu sem lengi hefur verið beðið eftir, sinnt betur námsfólki sem þarf stuðning, flýtt aðgerðum og aðlagað þjónustuna betur að þörfum landsmanna. Við getum sett á stofn leikskóla fyrir börn þegar fæðingarorlofi foreldranna lýkur. Við getum stóreflt umönnun aldraðra, byggt á reynslunni af göngudeild cóvid og búið til kerfi sem raunverulega heldur utan um þann hóp sem þarf á aðstoð og stuðningi að halda. Við getum gert átak í að færa fleirum fötluðum notendastýrða þjónustu. Við getum gert alls konar. Við getum hafið stórátak til að útrýma húsnæðiseklunni úr íslensku samfélagi. Húsnæðiskerfið hefur valdið mestri kjaraskerðingu lágtekjufólks á liðnum árum og er stærsti einstaki þátturinn sem veldur afkomukvíða og dregur niður lífsgæði. Við getum ræktað skóg og unnið til baka landgæði sem tapast hafa vegna aldalangrar vanrækslu lands. Við getum byggt snjóflóðavarnir, vegi, brýr og göng; göngustíga, hjólreiðastíga og bætt aðgengi fyrir fatlaða. Við getum borgað innflytjendum fyrir að læra íslensku, menntað sum svo þau geti starfað sem túlkar eða önnur sem íslenskukennarar. Við getum gert stórátak í að auka matvælaframleiðslu innanlands, aukið matvælaöryggi og sparað gjaldeyri og kolefnisbruna vegna flutninga. Við getum gert allskonar. Við getum lagt atvinnuleysisbæturnar inn í samvinnufélög hinna atvinnulausra sem vilja stofna félög um nýsköpun; saumaverkstæði eða reiðhjólaviðgerðir, tölvuleikjagerð eða leikfimikennslu, mathús eða gróðurhús. Við getum stutt einn í að búa til fótboltafélag atvinnulausra, annan til að búa til fimleikafélag innflytjenda, þriðja til að búa til öskukór hinna lægst launuðu. Við getum fengið listafólk til að skrifa bækur, búa til bíó og sjónvarp, mála myndir á húsveggi, semja tónlist fyrir strætó, setja upp óperur á torgum, dansa á Austurvelli, Ráðhústorginu eða út í Grímsey. Við getum safnað saman öllum atvinnulausum sem hafa unnið við fjölmiðlun og búið til Alþýðublað á netinu; eitt á íslensku, annað á ensku og þriðja á pólsku. Við getum gert allskonar. Samfélag undir hæl hinna moldríku En við gerum ekkert af þessu. Ástæðan er að við ráðum engu í þessu samfélagi. Samfélaginu er stjórnað af allra ríkustu fjármagnseigendunum og allra stærstu eigendum allra stærstu fyrirtækjanna. Þeir líta svo á að fólkið á atvinnuleysisbótunum sé þeirra eign. Þeir ætla að geyma það á þar og láta almenning borga fyrir sig geymslugjaldið, atvinnuleysisbæturnar. Þess vegna borgar almenningur 6 milljarða króna í hverjum mánuði og fær ekkert fyrir það. Við borgum en þetta er í raun ekki fyrir okkur heldur fyrirtækin sem lagði fólk inn á atvinnuleysisbætur til geymslu. Við rekum Vinnumálastofnun, sem er stærsta fyrirtæki landsins með flest starfsfólkið, en þetta er fyrirtæki án allrar starfsemi vegna þess að við stjórnvölin er fólk sem trúir að manneskja sem starfar við opinbera þjónustu eða við verkefni á vegum hins opinbera geri meiri skaða en ef hún gerir alls ekki neitt. Hvernig gátum við lent á þessum óhugnanlega stað? Erum við virkilega svona heilaþvegin að við teljum þetta normal og eðlilegt? Trúir fólk í raun og sann að almenningur, fólkið í landinu, sé sauðir sem ekkert kunna og ekkert geta? Að það eina sem hægt sé að gera við þennan lýð sé að geyma hann á bótum þar til hin ríku og valdamiklu finni einhver not fyrir hann? Til hvers var eiginlega öll baráttan fyrir lýðræðinu ef við svo á endanum sættum okkur við lénskerfi aðalsins, hinna ríku sem flytja auð sinn milli kynslóða, lykilinn að ógnarvaldi yfir samfélaginu? Sameiginlegir sjóðir okkar Sex milljarðar króna af almannafé á mánuði er fé með sögu og merkingu. Þetta eru sameiginlegir sjóðir okkar sem óréttlætanlegt er að ráðstafa nema til að auka hér jöfnuð og réttlæti. Það á við um allt fé úr ríkissjóði eða öðrum almannasjóðum. Það má ekki verja fé úr þeim til heilbrigðiskerfis þar sem sumir fá þjónustu en aðrir ekki; ekki til menntamála sem þjóna aðeins örfáum og ekki til vega sem aðeins sumir fá að keyra eftir. Ef fé er sótt í almannasjóði verður að nota það til að byggja upp samfélag sem er gott öllum, tryggir öllum aukin völd og áhrif, tryggir öllum góða framtíð. Um það snýst samtryggingarkerfi ríkissjóðs. Þess vegna er það ekki verjandi að leggja til eins og einn Landspítala á ári til að geyma vinnuafl fyrir auðugustu fjármagnseigendurna og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna. Við eigum að nota þetta fé til að byggja upp betra og öflugra samfélag, virkja fleiri til þátttöku, auka hér jöfnuð og efla lýðræðið, glæða menningu og mannlíf, skapa gott samfélag og svo enn betra. Búum til betri heim Við erum þegar byrjuð að ráðstafa fénu sem dugar til að stórefla samfélagið. Gallinn er að það fer ekki til uppbyggingar heldur til þess að viðhalda völdum, áhrifum og stöðu hinna fáu ríku yfir lífi fjöldans. Þessu verðum við að breyta. Við eigum að hafna auðræðinu, þar sem hin ríku ráða öllu, og berjast áfram fyrir lýðræðinu, þar sem fjöldinn ræður því hvernig samfélag verður byggt upp; ekki með sameiginlegri ákvörðun um alla hluti heldur með því að hver og einn geti mótað eigið líf, byggt sér upp eigin atvinnu og náð valdi yfir eigin lífi. Höfnum atvinnuleysisstefnu stjórnvalda, stefnu sem fjárfestir í atvinnu- og verkleysi. Byggjum upp atvinnustefnu frá almenningi. Og byggjum upp gott samfélag í leiðinni. Ef ég má vitna í mannfræðinginn og aðgerðasinnan David Graeber í lokin þá sagði hann eitt sinn að hinn endanlegi en faldi sannleikur um heiminn væri að við hefðum búið hann til og að við gætum allt eins búið til annan og betri heim. Búum til betri heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Vinnumarkaður Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar er að geyma atvinnulausa á atvinnuleysisskrá þar til að einkafyrirtæki munu óska eftir starfskröftum þess; að einhverju leyti næsta haust, en líklega ekki fyrr en á næsta ári og því þar næsta. Þessi grimma stefna er byggð á hugmyndum um landvinninga hinna ríku í gagnbyltingu þeirra, sem kölluð er nýfrjálshyggja. Hin ríku líta svo á að þau hafi þurft að berjast fyrir því að stækka hlut hins svokallaða einkageira á kostnað opinbers og félagslegs rekstrar. Þegar kórónakreppan skall á og einkafyrirtæki gátu ekki haldið fólki í vinnu greiddi ríkið fyrst launin, síðan uppsagnarfrestinn og heldur nú fólkinu á atvinnuleysisskrá, geymir vinnuaflið þar til einkafyrirtækin þurfa aftur á því að halda. Samkvæmt þessari hugmyndafærði má ríkið ekki búa til störf þótt það sé hagkvæmara fyrir ríkið og samfélagið, geðfelldara fyrir hin atvinnulausu og betra fyrir alla. Ríkisstjórnin telur þessa hagsmuni léttvæga í samanburði við mikilvægi þess að verja landvinninga hinna ríku frá nýfrjálshyggjuárunum. Fyrr skal þetta fólk vera atvinnulaust í þrjú ár, fjögur ár eða til eilífðar, en að við búum til störf á vegum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Þetta er afstaða ríkisstjórnarinnar. 72 milljarðar króna á ársgrundvelli Í tölum Hagstofunnar frá í dag kemur fram að 17.100 manns voru atvinnulausir í janúar. Í fréttum hefur önnur tala verið notuð, árstíðarleiðrétt tala sem notuð er til að finna út samanburð milli mánaða og árshluta. Slíkar útreikningstölur þykir sumum fínni en raunverulegur fjöldi fólks á atvinnuskrá, að hugtakið atvinnuleysi sé mikilvægara en hin atvinnulausu. En við erum ekki þar. Við skulum því nota rétta tölu, 17.100 manns á atvinnuleysisskrá. Þetta er viðlíka fjöldi og allir starfandi iðnaðarmenn á landinu, mun fleiri en vinna við veitinga- og gistihús eða byggingar og framkvæmdir. Þetta er fjöldi sem gæti haldið uppi fleiri en einni atvinnugrein. Þetta er viðlíka fjöldi og kaus í þingkosningum 2017 í Norðvesturkjördæmi, frá Akranesi að Skagafirði. Þetta er hellingur. Ef við reiknum með að atvinnuleysistryggingasjóður greiði hverjum þessara um 350 þús. kr. á mánuði þá voru um 6 milljarðar króna lagðir í það verkefni að halda fólki atvinnulausu í janúar. Á ársgrundvelli eru það um 72 milljarðar króna, um það bil einn nýr Landspítali. 2,5% af landsframleiðslu. Það er stærð fjárfestingarinnar, að halda fólki atvinnulausu þar til einkafyrirtækin þurfa á þeim að halda. Hvað má gera fyrir 6 milljarða króna á mánuði, ef við eigum þá þegar sem launakostnað? Allt sem okkur vantar. Allt það sem gera má fyrir það fé Við getum byrjað á því að styrkja heilbrigðis- og menntakerfið, mannað þessi kerfi betur, hirt betur um húsnæðið undir þeim og byggt upp nýtt. Við getum byggt upp þjónustu sem lengi hefur verið beðið eftir, sinnt betur námsfólki sem þarf stuðning, flýtt aðgerðum og aðlagað þjónustuna betur að þörfum landsmanna. Við getum sett á stofn leikskóla fyrir börn þegar fæðingarorlofi foreldranna lýkur. Við getum stóreflt umönnun aldraðra, byggt á reynslunni af göngudeild cóvid og búið til kerfi sem raunverulega heldur utan um þann hóp sem þarf á aðstoð og stuðningi að halda. Við getum gert átak í að færa fleirum fötluðum notendastýrða þjónustu. Við getum gert alls konar. Við getum hafið stórátak til að útrýma húsnæðiseklunni úr íslensku samfélagi. Húsnæðiskerfið hefur valdið mestri kjaraskerðingu lágtekjufólks á liðnum árum og er stærsti einstaki þátturinn sem veldur afkomukvíða og dregur niður lífsgæði. Við getum ræktað skóg og unnið til baka landgæði sem tapast hafa vegna aldalangrar vanrækslu lands. Við getum byggt snjóflóðavarnir, vegi, brýr og göng; göngustíga, hjólreiðastíga og bætt aðgengi fyrir fatlaða. Við getum borgað innflytjendum fyrir að læra íslensku, menntað sum svo þau geti starfað sem túlkar eða önnur sem íslenskukennarar. Við getum gert stórátak í að auka matvælaframleiðslu innanlands, aukið matvælaöryggi og sparað gjaldeyri og kolefnisbruna vegna flutninga. Við getum gert allskonar. Við getum lagt atvinnuleysisbæturnar inn í samvinnufélög hinna atvinnulausra sem vilja stofna félög um nýsköpun; saumaverkstæði eða reiðhjólaviðgerðir, tölvuleikjagerð eða leikfimikennslu, mathús eða gróðurhús. Við getum stutt einn í að búa til fótboltafélag atvinnulausra, annan til að búa til fimleikafélag innflytjenda, þriðja til að búa til öskukór hinna lægst launuðu. Við getum fengið listafólk til að skrifa bækur, búa til bíó og sjónvarp, mála myndir á húsveggi, semja tónlist fyrir strætó, setja upp óperur á torgum, dansa á Austurvelli, Ráðhústorginu eða út í Grímsey. Við getum safnað saman öllum atvinnulausum sem hafa unnið við fjölmiðlun og búið til Alþýðublað á netinu; eitt á íslensku, annað á ensku og þriðja á pólsku. Við getum gert allskonar. Samfélag undir hæl hinna moldríku En við gerum ekkert af þessu. Ástæðan er að við ráðum engu í þessu samfélagi. Samfélaginu er stjórnað af allra ríkustu fjármagnseigendunum og allra stærstu eigendum allra stærstu fyrirtækjanna. Þeir líta svo á að fólkið á atvinnuleysisbótunum sé þeirra eign. Þeir ætla að geyma það á þar og láta almenning borga fyrir sig geymslugjaldið, atvinnuleysisbæturnar. Þess vegna borgar almenningur 6 milljarða króna í hverjum mánuði og fær ekkert fyrir það. Við borgum en þetta er í raun ekki fyrir okkur heldur fyrirtækin sem lagði fólk inn á atvinnuleysisbætur til geymslu. Við rekum Vinnumálastofnun, sem er stærsta fyrirtæki landsins með flest starfsfólkið, en þetta er fyrirtæki án allrar starfsemi vegna þess að við stjórnvölin er fólk sem trúir að manneskja sem starfar við opinbera þjónustu eða við verkefni á vegum hins opinbera geri meiri skaða en ef hún gerir alls ekki neitt. Hvernig gátum við lent á þessum óhugnanlega stað? Erum við virkilega svona heilaþvegin að við teljum þetta normal og eðlilegt? Trúir fólk í raun og sann að almenningur, fólkið í landinu, sé sauðir sem ekkert kunna og ekkert geta? Að það eina sem hægt sé að gera við þennan lýð sé að geyma hann á bótum þar til hin ríku og valdamiklu finni einhver not fyrir hann? Til hvers var eiginlega öll baráttan fyrir lýðræðinu ef við svo á endanum sættum okkur við lénskerfi aðalsins, hinna ríku sem flytja auð sinn milli kynslóða, lykilinn að ógnarvaldi yfir samfélaginu? Sameiginlegir sjóðir okkar Sex milljarðar króna af almannafé á mánuði er fé með sögu og merkingu. Þetta eru sameiginlegir sjóðir okkar sem óréttlætanlegt er að ráðstafa nema til að auka hér jöfnuð og réttlæti. Það á við um allt fé úr ríkissjóði eða öðrum almannasjóðum. Það má ekki verja fé úr þeim til heilbrigðiskerfis þar sem sumir fá þjónustu en aðrir ekki; ekki til menntamála sem þjóna aðeins örfáum og ekki til vega sem aðeins sumir fá að keyra eftir. Ef fé er sótt í almannasjóði verður að nota það til að byggja upp samfélag sem er gott öllum, tryggir öllum aukin völd og áhrif, tryggir öllum góða framtíð. Um það snýst samtryggingarkerfi ríkissjóðs. Þess vegna er það ekki verjandi að leggja til eins og einn Landspítala á ári til að geyma vinnuafl fyrir auðugustu fjármagnseigendurna og allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna. Við eigum að nota þetta fé til að byggja upp betra og öflugra samfélag, virkja fleiri til þátttöku, auka hér jöfnuð og efla lýðræðið, glæða menningu og mannlíf, skapa gott samfélag og svo enn betra. Búum til betri heim Við erum þegar byrjuð að ráðstafa fénu sem dugar til að stórefla samfélagið. Gallinn er að það fer ekki til uppbyggingar heldur til þess að viðhalda völdum, áhrifum og stöðu hinna fáu ríku yfir lífi fjöldans. Þessu verðum við að breyta. Við eigum að hafna auðræðinu, þar sem hin ríku ráða öllu, og berjast áfram fyrir lýðræðinu, þar sem fjöldinn ræður því hvernig samfélag verður byggt upp; ekki með sameiginlegri ákvörðun um alla hluti heldur með því að hver og einn geti mótað eigið líf, byggt sér upp eigin atvinnu og náð valdi yfir eigin lífi. Höfnum atvinnuleysisstefnu stjórnvalda, stefnu sem fjárfestir í atvinnu- og verkleysi. Byggjum upp atvinnustefnu frá almenningi. Og byggjum upp gott samfélag í leiðinni. Ef ég má vitna í mannfræðinginn og aðgerðasinnan David Graeber í lokin þá sagði hann eitt sinn að hinn endanlegi en faldi sannleikur um heiminn væri að við hefðum búið hann til og að við gætum allt eins búið til annan og betri heim. Búum til betri heim.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun