Síðasti stóri skjálfti var klukkan hálf tólf og var hann 4,3 að stærð með upptök sín Norðaustur af Fagradalsfjalli.
Fréttastofa ræddi við Kristínu Jónsdóttur, jarðvásérfræðing skömmu eftir skjálftann. Hún segir örlitla færslu á virkninni.
„Þessi hrinuvirkni er enn í gangi og við erum greinilega að sjá færslur á henni. Hún hefur verið mjög staðbundin þarna nyrst í Fagradalsfjalli en við erum að fylgjast með smá breytingu núna.“