Harden með þrennu og það vantaði bara pínulítið upp á hjá þeim Doncic og Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 07:31 James Harden var frábær með liði Brooklyn Nets í nótt. Getty/Ronald Cortes Brooklyn Nets og Dallas Mavericks eru bæði að komast í gírinn í NBA-deildinni í körfubolta en topplið deildarinnar Utah Jazz fór ekki í góða ferð suður til Louisiana. James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111 NBA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
NBA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira