Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. mars 2021 08:28 Frá mælingum vísindamanna Veðurstofunnar á Reykjanesi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í gær og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hafði orðið vart við. Kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju í nótt og hafa mælst fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð frá miðnætti. Einar segir virknina hafa komið í hviðum en hún sé nánast öll á sama svæði og öll á svipuðu dýpi í gær þannig að ástandið er nánast óbreytt. Aðspurður hvað vísindamennirnir lesa í það að hún sé enn á sama svæði segir Einar: „Bara það að það er óbreytt ástand frá í gær og við fylgjumst áfram með. Við sjáum engar breytingar í dýpi á skjálftunum og það er enn spenna að losna á þessu svæði.“ Þá séu engin merki um gosóróa. „Nei, við höfum ekki séð nein merki um gosóróa en við vöktum þetta vel. Eftir vísindaráðstilkynninguna í gær þá fylgjumst við sérstaklega vel með gosóróa á þessum tímapunkti,“ segir Einar. Hrinan á Reykjanesskaga stendur enn yfir og er mesta virknin nú bundin við nágrenni Keilis og Trölladyngju. Aðeins dró...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 2, 2021 Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í gær og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hafði orðið vart við. Kvikuinnskotið sé að öllum líkindum undir Fagradalsfjalli. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju í nótt og hafa mælst fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð frá miðnætti. Einar segir virknina hafa komið í hviðum en hún sé nánast öll á sama svæði og öll á svipuðu dýpi í gær þannig að ástandið er nánast óbreytt. Aðspurður hvað vísindamennirnir lesa í það að hún sé enn á sama svæði segir Einar: „Bara það að það er óbreytt ástand frá í gær og við fylgjumst áfram með. Við sjáum engar breytingar í dýpi á skjálftunum og það er enn spenna að losna á þessu svæði.“ Þá séu engin merki um gosóróa. „Nei, við höfum ekki séð nein merki um gosóróa en við vöktum þetta vel. Eftir vísindaráðstilkynninguna í gær þá fylgjumst við sérstaklega vel með gosóróa á þessum tímapunkti,“ segir Einar. Hrinan á Reykjanesskaga stendur enn yfir og er mesta virknin nú bundin við nágrenni Keilis og Trölladyngju. Aðeins dró...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 2, 2021
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira