LeBron James fékk að velja fyrstur og valdi Giannis Antetokounmpo númer eitt. James gat ekki valið hann í fyrra þar sem Giannis Antetokounmpo var þá fyrirliði á móti honum. Nú er Kevin Durant fyrirliði hins liðsins þótt hann missi af leiknum vegna meiðsla.
Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir byrjun kosningarinnar hjá LeBron James en hann og Durant skiptust á að velja úr leikmannahópnum sem var valinn í leikinn í ár.
Team LeBron vs. Team KD
— ESPN (@espn) March 5, 2021
This is gonna be good #NBAAllStar pic.twitter.com/R6sGqtzZKy
LeBron James byrjaði á að velja Giannis Antetokounmpo, Stephen Curry, Luka Doncic og Nikola Jokic í liðið sitt og þar er ekki um slæmt byrjunarlið að ræða.
Durant valdi í byrjunarliðið sitt þá Kyrie Irving, Joel Embiid, Kawhi Leonard sem og góða vini sína þá Bradley Beal og Jayson Tatum. Durant spilar ekki og kom Tatum inn fyrir hann.
Durant valdi fyrst James Harden af varamönnunum en síðan tók hann í framhaldinu þá Devin Booker, Zion Williamson, Zach LaVine, Julius Randle, Nikola Vucevic og Donovan Mitchell. James valdi aftur á móti í viðbót þá Damian Lillard, Ben Simmons, Chris Paul, Jaylen Brown, Paul George, Domantas Sabonis og Rudy Gobert.
The 2021 #NBAAllStar Game rosters are set pic.twitter.com/BQyvk3bvrs
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 5, 2021
Það vakti sérstaka athygli að leikmenn besta liðsins í NBA, Utah Jazz, þeir Donovan Mitchell og Rudy Gobert voru valdir síðastir.
Stjörnuleikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en á sunnudaginn verður mikil stjörnuleikshátíð á stöðinni þar sem verða sýndir þrír gamlir stjörnuleikir auk keppnanna sem eru í kringum leikinn í ár.
LeBron said there is no Utah Jazz slander #NBAAllStar pic.twitter.com/3pYICBbj8d
— ESPN (@espn) March 5, 2021