Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 09:01 Karlmaðurinn var skilinn eftir í lífshættulegu ástandi á heimili sínu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira