Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:00 Könnunin byggir á tveimur mælingum sem voru gerðar í lok janúar og byrjun febrúar. vísir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar. Svarendur eru 2.029. Samkvæmt henni nýtur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra yfirburða vinsælda í ráðherrahópnum og fimmtíu og átta prósent svarenda eru ánægðir með hennar störf. Næst koma Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, en tæpur helmingur er ánægður með þau. Heldur fleiri eru óánægðir með Svandísi, eða fjórðungur, en nítján prósent segjast óánægðir með Ásmund. Aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins; menntamálaráðherra og samgönguráðherra eru næst í vinsældaröðinni. Fjörtíu og þrjú prósent segjast ánægð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur en þrjátíu og átta prósent með Sigurð Inga Jóhannsson. Þá er ríflega þriðjungur ánægður með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir virðist þó heldur umdeildari en Guðlaugur Þór Þórðarson, þar sem ríflega þriðjungur er jafnframt óánægður með hennar störf. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Fleiri segjast óánægðir en ánægðir með störf Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Þriðjungur segist ánægður með hans störf en 43 prósent eru óánægðir. Sama gildir um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og eru þar fleiri óánægðir en ánægðir, eða 28 prósent ánægðir og 37 prósent óánægðir. Þrjátíu prósent sveranda segjast ánægðir með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Aðeins færri, eða 28 prósent segjast óánægðir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, rekur lestina. Einungis níu prósent, eða tæplega einn af hverjum tíu er ánægður með hann og mun fleiri eru óánægðir, eða 64 prósent. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta var framkvæmd 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú seinni 5. til 12. febrúar 2021. Svarendur voru 2.029. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar. Svarendur eru 2.029. Samkvæmt henni nýtur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra yfirburða vinsælda í ráðherrahópnum og fimmtíu og átta prósent svarenda eru ánægðir með hennar störf. Næst koma Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, en tæpur helmingur er ánægður með þau. Heldur fleiri eru óánægðir með Svandísi, eða fjórðungur, en nítján prósent segjast óánægðir með Ásmund. Aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins; menntamálaráðherra og samgönguráðherra eru næst í vinsældaröðinni. Fjörtíu og þrjú prósent segjast ánægð með Lilju Dögg Alfreðsdóttur en þrjátíu og átta prósent með Sigurð Inga Jóhannsson. Þá er ríflega þriðjungur ánægður með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir virðist þó heldur umdeildari en Guðlaugur Þór Þórðarson, þar sem ríflega þriðjungur er jafnframt óánægður með hennar störf. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Fleiri segjast óánægðir en ánægðir með störf Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Þriðjungur segist ánægður með hans störf en 43 prósent eru óánægðir. Sama gildir um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og eru þar fleiri óánægðir en ánægðir, eða 28 prósent ánægðir og 37 prósent óánægðir. Þrjátíu prósent sveranda segjast ánægðir með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Aðeins færri, eða 28 prósent segjast óánægðir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, rekur lestina. Einungis níu prósent, eða tæplega einn af hverjum tíu er ánægður með hann og mun fleiri eru óánægðir, eða 64 prósent. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta var framkvæmd 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú seinni 5. til 12. febrúar 2021. Svarendur voru 2.029.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira