„Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 10:30 Amanda Nunes með dóttur sinni Reagan eftir bardagann í nótt. Getty/Chris Unger 32 ára brasilísk bardagakona hefur algjöra yfirburði í sínum þyngdarflokki í UFC og hún varar aðrar við því að fjölgun í fjölskyldunni hennar boði bara eitt. Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) MMA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
MMA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum