Kynnum sterkar kvenfyrirmyndir til sögunnar Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 8. mars 2021 11:00 Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar