Hvenær er einkaleyfi ekki einkaleyfi? Bergþór Bergsson skrifar 10. mars 2021 07:30 Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Höfundaréttur Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar