Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 20:25 Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferla Eflingar gegn Eldum rétt og Menn í vinnu. Vísir/Hanna Andrésdóttir Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. Efling lýsti því yfir í dag að Ábyrgðasjóður launa hefði fallist á að greiða vangreidd laun til fjögurra félagsmanna sem unnu hjá Eldum rétt, á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Þar væri um að ræða fjórar greiðslur á bilinu 120 til 195 þúsund krónur. Sjá einnig: Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kröfurnar voru til komnar vegna frádráttar af launum félagsmannanna fjögurra. Efling hélt því fram að sá frádráttur hefði verið ólögmætur í málshöfðun gegn Eldum rétt og Menn í vinnu en í dómi héraðsdóms frá því í síðasta mánuði kom fram að félagsmennirnir fjórir, sem eru frá Rúmeníu, hefðu skrifað undir ráðningarsamning þar sem fram kom að hægt væri að draga frá launum þeirra kostnað MIV vegna flugmiða til Íslands, ógreiddrar leigu og annars. Máli Eflingar var vísað frá dómi og stéttarfélaginu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að Ábyrgðasjóður launa hefði með greiðslunum viðurkennt að frádrátturinn hefði verið ólögmætur og því ætlaði Efling ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferlanna. Kröfurnar hafi verið afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabús Menn í vinnu sem lá fyrir síðasta haust. Tilefni hafi verið til að endurskoða þá afgreiðslu vegna dóms héraðsdóms og það hafi verið yfirsjón að gera það ekki. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Efling lýsti því yfir í dag að Ábyrgðasjóður launa hefði fallist á að greiða vangreidd laun til fjögurra félagsmanna sem unnu hjá Eldum rétt, á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Þar væri um að ræða fjórar greiðslur á bilinu 120 til 195 þúsund krónur. Sjá einnig: Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kröfurnar voru til komnar vegna frádráttar af launum félagsmannanna fjögurra. Efling hélt því fram að sá frádráttur hefði verið ólögmætur í málshöfðun gegn Eldum rétt og Menn í vinnu en í dómi héraðsdóms frá því í síðasta mánuði kom fram að félagsmennirnir fjórir, sem eru frá Rúmeníu, hefðu skrifað undir ráðningarsamning þar sem fram kom að hægt væri að draga frá launum þeirra kostnað MIV vegna flugmiða til Íslands, ógreiddrar leigu og annars. Máli Eflingar var vísað frá dómi og stéttarfélaginu gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að Ábyrgðasjóður launa hefði með greiðslunum viðurkennt að frádrátturinn hefði verið ólögmætur og því ætlaði Efling ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í yfirlýsingu frá Vinnumálastofnun segir að stofnunin hafi enga afstöðu tekið til málaferlanna. Kröfurnar hafi verið afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabús Menn í vinnu sem lá fyrir síðasta haust. Tilefni hafi verið til að endurskoða þá afgreiðslu vegna dóms héraðsdóms og það hafi verið yfirsjón að gera það ekki.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira