Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan hýr á brá á ferð um London í gær. Getty/MWE/GC Images Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna