Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 10:21 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29
Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00