Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók málið fyrir á þriðjudag ásamt tveimur öðrum málum.
Szymon fékk bannið fyrir tilraun til að fella leikmann ÍR þann 23. febrúar. Hann var rekinn af velli vegna atviksins og hætti í kjölfarið sem þjálfari hjá Skallagrími.
Aganefnd bendir á að tilraun til líkamsmeiðingar kalli á að minnsta kosti þriggja leikja bann. Nefndin lítur auk þess til þess að Szymon sé í ábyrgðarstöðu sem þjálfari og að brotaþoli sé barn.
Aganefnd studdist við myndband af atvikinu. Engar athugasemdir bárust frá Skallagrími áður en úrskurðurinn var kveðinn upp.