Við Píratar tökum Fossvogsskólamálið alvarlega Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. mars 2021 14:30 Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Grunnskólar Píratar Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun