„Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur“ Atli Arason skrifar 13. mars 2021 07:00 Baldur Þór [t.h.] er þjálfari Tindastóls Vísir/Daniel Thor Baldur Þór var sáttur með liðsheildina að loknum sigrinum í Njarðvík. Hann hafði lítinn áhuga að ræða Shawn Glover sem er nú horfinn á braut. „Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Það hefur fátt verið eins umtalað og framkoma Shawn Glover í síðasta leik Tindastóls gegn KR þar sem óstaðfestar fregnir bárust að Glover hafi neitað að spila leikinn. Fyrir leik var Baldur spurður út í þetta þar sem hann talaði í kringum málið. Baldur svaraði einfalt og stutt, „Við erum komnir með nýjan mann og Glover fann hvað var í gangi. Hann er náttúrlega bara kominn heim til sín.“ Þetta mál er greinilega viðkvæmt því þegar gengið var á Baldur í viðtali eftir leik, hvort að Glover hefði í raun og veru neitað að spila leikinn brást Baldur ekki vel við. „Ertu að spyrja mig sömu spurninguna og þú spurðir mig fyrir leik?“ spurði Baldur, áður en hann hélt áfram eftir að spyrill bað um skýrari svör. „Honum þótti óþægilegt að spila með öðrum leikmönnum. Við fórum bara fyrir þetta en í sjálfu sér erum við bara komnir með annan flottan mann inn í þetta. Við vorum aldrei að fara í tveggja Kana dæmi. Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur.“ Flenard Whitfield er Kaninn sem kom inn í lið Tindastóls fyrir Glover og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Það hefur fátt verið eins umtalað og framkoma Shawn Glover í síðasta leik Tindastóls gegn KR þar sem óstaðfestar fregnir bárust að Glover hafi neitað að spila leikinn. Fyrir leik var Baldur spurður út í þetta þar sem hann talaði í kringum málið. Baldur svaraði einfalt og stutt, „Við erum komnir með nýjan mann og Glover fann hvað var í gangi. Hann er náttúrlega bara kominn heim til sín.“ Þetta mál er greinilega viðkvæmt því þegar gengið var á Baldur í viðtali eftir leik, hvort að Glover hefði í raun og veru neitað að spila leikinn brást Baldur ekki vel við. „Ertu að spyrja mig sömu spurninguna og þú spurðir mig fyrir leik?“ spurði Baldur, áður en hann hélt áfram eftir að spyrill bað um skýrari svör. „Honum þótti óþægilegt að spila með öðrum leikmönnum. Við fórum bara fyrir þetta en í sjálfu sér erum við bara komnir með annan flottan mann inn í þetta. Við vorum aldrei að fara í tveggja Kana dæmi. Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur.“ Flenard Whitfield er Kaninn sem kom inn í lið Tindastóls fyrir Glover og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30