Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 23:00 Það sem Hjalti Þór er að segja við sína menn í hálfleik virðist vera að virka. Ekkert lið Dominos-deildar karla er jafn gott í síðari hálfleik og Keflavík. Vísir/Daniel Thor Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds. „Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum