„Við gerum hlutina erfiðari en þeir eiga að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna en hefði viljað klára dæmið með fleiri mörkum. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær sagði í viðtali eftir 1-0 sigur Manchester United gegn West Ham United í gærkvöldi að sínir menn flæki hlutina oftar en ekki fyrir sér og gerðu þá þar af leiðandi erfiðari en þeir ættu að vera. „Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
„Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira